Bjóða uppá súkkulaðiferðalag fyrir súkkulaðiunnendur og sælkera í Ríki Vatnajökuls

Ríki Vatnajökuls hefur löngum verið rómað fyrir einstaka náttúrufegurð og dýrindis matargerð, enda er svæðið ríkt af hágæða hráefnum til matargerðar. Svo kemur líka súkkulaði til sögunnar úr súkkulaðigerð Omnom sem á sér enga líka.

M&H Súkkulaði ást 3.jpg

En í sum­ar ætla veit­ingaaðilar Rík­is Vatna­jök­uls að bjóða mat­gæðing­um og súkkulaðiunn­end­um í sann­kallað súkkulaðiferðalag þar sem þeir bjóða upp á súkkulaðirétti úr hágæðasúkkulaði frá Omnom. Hér er um að ræða ferðalag þar sem súkkulaðiástin fær að njóta sín til fulls með öllum sínum brögðum og listrænu útfærslum sem enginn súkkulaði aðdáandi stenst.

- Café Vatna­jök­ull

Omnom-salt­kara­mellu-súkkulaðibitakaka með kaff­inu á Café Vatna­jökli. Kaffi­húsið er á Fag­ur­hóls­mýri og er æv­in­týri í sjálfu sér.

- Hót­el Smyrla­björg

Heima­gerð súkkulaðikaka með Omnom-súkkulaði á Hót­el Smyrla­björg­um. Smyrla­björg er til­val­in staðsetn­ing fyr­ir þá ferðalanga sem sækja í ná­lægð við Vatna­jök­ul og geta fengið sér há­deg­is­mat fyr­ir eða eft­ir ferð á jök­ul­inn.

- Brunn­hóll

Heima­gerður Jöklaís á Brunn­hóli sem fæst nú líka í Omnom-út­gáfu. Brunn­hóll er fjöl­skyldu­rekið gisti­hús sem legg­ur mikið upp úr per­sónu­legri þjón­ustu.

- Ósinn á Hót­el Höfn

Tart­ar úr Omnom-súkkulaði með Jöklaís á Ósnum á Hót­el Höfn. Ósinn er hlý­leg­ur staður sem býður upp á gott úr­val rétta úr úr­vals­hrá­efn­um.

- Kaffi Hornið

Omnom-brúnka á Kaffi Horn­inu á Höfn. Kaffi Hornið var opnað í maí 1999. Það stend­ur í hjarta Hafn­ar í Hornafirði og býður upp á fyrsta flokks hrá­efni úr héraði.

- Hafn­ar­búðin

Hafn­ar­búðin er rót­gró­inn og líf­leg­ur „diner“ við höfn­ina á Höfn sem býður upp á skemmti­leg­an og fjöl­breytt­an mat­seðil í anda am­er­ísks „diners“ með ís­lensku ívafi. Hafn­ar­búðin býður upp á áhuga­verðan chili con car­ne-rétt með Ník­aragva-súkkulaðinu okk­ar og svo sítr­ónuyst­ings­köku með lakk­rís- og hind­berjasúkkulaðinu okk­ar.

- Ottó veit­inga­hús og versl­un

Fal­leg­ur og vina­leg­ur staður með metnaðarfull­an mat­seðil. Þau ætla að vinna með súkkulaðið frá okk­ur í allt sum­ar og skapa alls kon­ar skemmti­lega rétti.

- Pakk­húsið

Glóðvolg­ur Omnom-súkkulaðig­anache á Pakk­hús­inu. Pakk­húsið legg­ur áherslu á hrá­efni úr héraði, bæði af landi og úr sjó. Humar­inn kem­ur fersk­ur beint af bát­un­um sem landa við bryggj­una.

Ríki Vatna­jök­uls er stór­brotið svæði sem hef­ur að geyma magnaða ís­hella, töfr­andi lón fyllt fljót­andi ís­jök­um og jök­ultung­ur, sem sum­ar hverj­ar er auðvelt að nálg­ast. Við hvetj­um ykk­ur til að heim­sækja þetta magnaða svæði í sum­ar og njóta á þess­um frá­bæru veit­inga­stöðum hér að ofan.

M&H súkkulaði ást 2Omnom-kort.png

*Kynning