Bjartmar hjólahvíslari opnar sig um ásakanirnar: „Hræktiru framan í vinkonu mína?“

Bjartmar Leósson, sem gengið hefur undir nafninu Hjólahvíslarinn, hefur opnað sig um ásakanir frá fólki sem hann segir að stundi það að stela hjólum. Bjartmar hefur gert garðinn frægan með því að endurheimta hjól sem hafa verið stolin.

Bjartmar segir að hann hafi fengið skilaboð frá konu sem hann sé alltaf að taka hjól frá, stelur hún hjólum ásamt manni sínum.

„Þetta tiltekna hjól var svo málað líka, en það er stundum gert til að eigandi þekki það ekki úti á götu. Svo já, ég tók það. Orðinn vel þreyttur á að horfa uppá þetta,“ segir Bjartmar í færslu á Facebook. „En næstum því öll hjól sem ég endurheimti næ ég til baka án þess að þurfa að eiga samskipti við neinn, á stöðum þar sem stolin hjól eru alltaf að birtast.“

Konan sendi á hann:

„Hræktiru framan í vinkonu mína? Mannleysan þín.“

Bjartmar segir: „Sumt fólk. Úff hvað þetta mál er orðið ógeðslega þreytt. Umrædd kona tók heiftarlegt frekjukast á mig og einn annan um daginn, auðvitað tengt hjólamálunum. Ég gekk í burtu enda engin leið að ræða við hana. Dettur ekki í hug að hrækja á fólk. En nú ætlar hún að toppa þetta allt með svona stælum.“

Þá sendi hún á hann önnur skilaboð:

„Þú ert að koma þér í þessar aðstæður. Þú gengur um bæinn hrifsandi hjól af fólki sem þú telur líkleg að séu stolin.“

Bjartmar segir að stolin hjól og vespur birtist reglulega fyrir utan hjá umræddri konu. „Aðstæðurnar " sem ég kom mér í " þennan daginn höfðu að gera með konu sem var eitthvað ósátt við að ég vogaði mér að skipta mér af öllum þessum stolnu hjólum og vespum sem eru alltaf að birtast fyrir utan hjá henni. Búið að koma þónokkrum þeirra til eigenda sinna btw. En já, þá skyrpir hún að mér en sakar mig nú um það að hafa hrækt á hana. Þá vitið þið hér með alla söguna.“