Bjarni vill færa þjóðhátíðardaginn til 1. desember

Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, kallar eftir því að þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga verði færður til 1. desember. Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní, er á morgun en um er að ræða fæðingardag Jóns Sigurðssonar.

Jón, oft kallaður Jón forseti, var helsti leiðtogi okkar Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld og var fæðingardagur hans valinn sem þjóðhátíðardagur þegar lýðveldið Ísland var stofnað árið 1944.

En Bjarni Már er þeirrar skoðunar að betur fari á því að þjóðhátíðardagurinn verði haldinn 1. desember í stað 17. júní. Hann segir á Twitter:

„Hvenær ætlum við sem þjóð að hætta að líta á lýðveldisstofnun sem helsta viðburð í sögu þjóðarinnar og fagna meintri aðkomu Jóns Sigurðss. að honum sem hafði 1944 verið látinn í 75 ár. Færa ætti þjóðhátíðardaginn til 1. des. og heiðra Bjarna frá Vogi og Einar Arnórss. frekar,“ segir hann.

Bjarni útskýrir þessa skoðun sína í viðtali við vef Fréttablaðsins þar sem hann segir meðal annars:

„Ís­land verður form­lega til sem sjálf­stætt ríki 1. desember 1918. Lýð­veldis­stofnun er bara eitt­hvað auka­at­riði í því sam­hengi,“ segir hann og vill meina að fullveldið sé lykilatriði fyrir Ísland. Hann vill að minnsta kosti breyta því að fullveldisdagurinn verði almennur frídagur hér á landi líkt og 17. júní.

„Að mínu mati er það náttúru­lega galið. Það er verið að halda upp á daga eins og sumar­daginn fyrsta og annar í hinum og þessum dögum í maí og júní. Maður man varla hvað er verið að halda upp á. Ég meina hvaða rugl er þetta?“ segir hann meðal annars.