Bjarni um köku­aug­lýsinguna: „Mynd­band þeirra er mis­heppnað“

28. október 2020
14:10
Fréttir & pistlar

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segir að aug­lýsing Ör­yrkja­banda­lagsins, þar sem grín er gert að köku­gerð Bjarna, sé mis­heppnuð. Þetta segir Bjarni í færslu á Face­book-síðu sinni.

Ör­yrkja­banda­lagið hefur bent á að nánast allir stjórn­mála­flokkar hafi hafi átt aðild að ríkis­stjórn frá 2007. Flestir tali fyrir bættum kjörum ör­yrkja en þrátt fyrir það haldi bilið milli lægstu launa og ör­orku­greiðslna á­fram að aukast. Þannig verður munurinn orðinn 86 þúsund krónur um næstu ára­mót ef fer sem horfir.

Bjarni segir mikið á­hyggju­efni að á ör­fáum árum hafi þeim sem eru á ör­orku­bótum eða endur­hæfingar­líf­eyri fjölgað um 4.300 manns. Bendir Bjarni á að það jafn­gildi í­búa­fjölda Vest­manna­eyja.

„Okkur er að mis­takast að ná utan um þennan vanda og verðum að bregðast við. Ég heyri á­kall Ör­yrkja­banda­lagsins um að hækka bætur enn frekar. Mynd­band þeirra er hins vegar mis­heppnað, þótt kakan sé fal­leg eftir­mynd af þeirri sem ég gerði. Það dugar ekki til, því það er rangt að ör­yrkjar fái sí­fellt minni sneið. Kakan hefur stækkað og al­manna­tryggingar hafa fengið stærri sneið af stækkandi köku. Um það vitna stað­reyndir,“ segir Bjarni í færslu sinni.

Bendir hann á að fjórir milljarðar hafi verið teknir til hliðar til að styrkja þessi kerfi enn frekar á þessu kjör­tíma­bili. Enn sé um fjórðungi þeirrar fjár­hæðar ó­ráð­stafað en um sé að ræða varan­lega 4 milljarða hækkun á þessum lið al­manna­trygginga.

„Helsta á­hyggju­efnið er að við munum ekki geta stutt nægi­lega við þá sem eru í mestri þörf ef við fáum sí­fellt hærra hlut­fall lands­manna á ör­orku eða endur­hæfingar­líf­eyri. Eftir því sem þessi staða versnar dregur úr getu okkar til að standa myndar­lega við bakið á þeim sem aldrei fengu tæki­færi í lífinu eða urðu fyrir á­föllum og þurfa á stuðningi að halda.“

Það er mikið áhyggjuefni að á örfáum árum hafi þeim sem eru á örorkubótum eða endurhæfingalífeyri fjölgað um 4.300...

Posted by Bjarni Benediktsson on Miðvikudagur, 28. október 2020