Bjarni Ben reynir ekki að leyna valdhrokanum

14. júní 2020
13:00
Fréttir & pistlar

Mál Þorvaldar Gylfasonar prófessors er frekar lítilvægt - nema að einu leyti:

Háttsemi fjármálaráðherra vegna viðbragða við gagnrýni út af framvindu málsins, einkennist af valdhroka. Bjarni er yfirleitt nógu klókur til að sýna ekki hroka. En í máli Þorvaldar missti hann tökin.

Þorvaldur Gylfason er umdeildur maður og ekki sjálfgefið að ráðamenn vilji hampa honum. Enginn getur krafið Bjarna um að dá Þorvald og greiða götu hans eins og í umræddu ritstjóramáli.

En það hefði verið ráðherranum til meiri vegsauka ef hann hefði komist frá málinu án þess að upplýsa fyrirlitningu sína á Þorvaldi og virðingarleysi sitt fyrir skoðunum hans sem pólitísks andstæðings.

Eftir situr sú tilfinning að ef maður er ekki hallur undir Sjálfstæðisflokkinn, þá á maður ekki að hafa pólitískar skoðanir.

Málið jók á samúð með Þorvaldi en Bjarni Benediktsson skaðast af þessu máli.
Færri munu treysta honum eftir þetta.
Það er vont á erfiðum tímum.