Bjarni Ármanns hagnast um tugi milljóna á „sprittinu“

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri og forstjóri Iceland Seafood International hefur hagnast um tugi milljóna í gegnum fyrirtækið hreinlætisfyrirtækið Tandur en sala jókst mikið á vörum tengdum persónulegum sóttvörnum í faraldrinum.

Tandur selur hreinlætisvörur m.a. á Hótel og gististaði, stór eldhús og mötuneyti og ýmsa vinnslustarfsemi.

Bjarni er meirihlutaeigandi Tandurs í gegnum fjárfestingafélagið Sjávarsýn og nam hagnaðurinn um 214 milljónir króna á síðasta ári og jókst um 46 milljónir frá fyrra ári. Viðskiptablaðið segir frá.

Tandur er í eigu Sjávargrundar ehf., fjárfestingafélags Bjarna sem hann á 90 prósenta hlut í.