Birna er 45 ára og leitar að hamingjunni: Áttaði sig á einu sér til skelfingar fyrir skemmstu – „Ég fór auð­vitað erfiðu leiðina

Birna Guð­ný Björns­dóttir skrifar afar góðan pistill á Vísi ídag þar sem hún fer yfir leitina að hamingjunni.

„Ég er 45 ára ein­stæð móðir sem er búin að vera að leita að hamingjunni síðast­liðna mánuði. Ég er búin að vera frekar ötul í þessari leit því ég er stað­ráðin í því að snúa hlutum við. Ég nefni­lega áttaði mig á því, mér til skelfingar, fyrir nokkrum mánuðum síðan, að allt mitt líf þá hef ég ekki verið sér­stak­lega hamingju­söm. Kannski er þetta bara grái fiðrungurinn, ef konur geta fengið svo­leiðis eða bara til­vistar­kreppa feitrar konu á fimm­tugs­aldri, en ekki ætlaði ég að leyfa mér að láta þetta mollast svona á­fram,“ skrifar Guð­ný.

„Svo ég fór í ræktina, gafst fljótt upp og fór í sund í staðinn. Þar er ég sko í fé­lags­skap góðra að slást við gamla fólkið við að komast inn fyrst á morgnana. Ég hef daginn á því að synda á eftir gömlum köllum á bak­sundi, tautandi í hausnum á mér þegar ég er búin að ná að hringa þá, nei and­skotinn Birna, ég ætla ekki að hangsa hérna, lifandi í ótta við að verða vitni að því að djásnið detti út úr buxunum. Á­kveð svo að snúa við á miðri brautinni, því ég á eitt­hvað svo erfitt með að synda fram­hjá, sér­stak­lega þegar menn eru svona dug­legir að dreifa svo vel úr sér á brautinni.“

Guð­ný segist samt samt eigin­lega mesta hissa að hún nái að hringa nokkurn því það verður að viður­kennast að sundið mitt er ótta­legt skjald­böku­sund.

„Ég silast varla á­fram og iðu­lega er það ég sem er fyrir öðrum. Það er til að mynda einn hand­leggja­langur maður sem er dug­legur við að hringa mig með sínum fal­legu strokum á skrið­sundi. Ég veit ekki af hverju, en ég bíð alltaf eftir því að hann rétti út hendurnar og klappi mér á kollinum þegar hann syndir fram­hjá mér í sinni list­fengni. Bara svo hann geti montað sig smá og hvatt mig á­fram í leiðinni, svona Birna, svona, þú getur þetta, bara tíu ferðir í við­bót... Já það verður að segjast, eftir­væntingin eftir klappinu er eitt­hvað meiri upp­örvandi hugsun en að sjá alltaf fyrir sér blessuðu sund­lauga­verðina draga upp stærðarinnar spjót þegar þeir labba fram­hjá manni á bakkanum, bara svo þeir geti potað því í mann og kallað: „Hvað ertu að gera þarna fljótandi ofan­í, þurfum við að gera eitt­hvað til að hjálpa þér, ertu aaal­veg viss um að þú sért á lífi?“.

„Já hvað á maður eigin­lega að gera annað í sundi en að leyfa heilanum að leika sér við að búa til skemmti­legar að­stæður og leyfa honum að vera í fullu sam­tali við sjálfan sig.“

„Það er alls ekki líf­laust að drífa sig bara af stað og skella sér í sund. Ég varð til að mynda fyrir þeirri á­nægju um daginn að hlusta á tal tveggja hressra kvenna á átt­ræðis­aldri. Kemur þá ekki upp úr annarri dömunni gullin setning sem ég bjóst bara alls ekki við að heyra upp­hátt úr þessari átt í al­manna­rými. Eruð þið til­búin, því ég var sko ekki til­búin. Hér kemur setningin: „Já veistu, ef hann hefði dregið hann út og byrjað að sveifla honum um, þá hefði ég sko slegið hann utan undir...“ Sönn saga, sönn saga. Gleðin við að heyra svona perlur koma frá eldri konum hjálpar manni al­deilis í leit að hamingjunni og það gera endorfínin líka sem flæða um líkamann eftir hreyfinguna.“

„En endorfínin og gleðin færa mér bara vel­líðan, en ekki hamingju. Þetta er mikil­vægt skref í áttinni að hamingjunni en er ekki nóg. Hamingja fyrir mér er bara miklu stærri, miklu meiri. Ég vil fá hamingju­sprengju beint inn í hjartað. Og ég spyr, hvar í ó­sköpunum má hana finna?“

„Kannski í fangi ástarinnar? Er það ekki eitt­hvað sem margir eru að leitast eftir? En ég er 45 ára, ég bara nenni ekki lengur neinum leikjum, eftir­væntingu og kvíða. Ég vil bara fá þetta í hendurnar svona eins og góðan skyndi­bita. Ef al­mættið vill að ég sé hamingju­söm í fangi ástarinnar þá verður það bara að gjöra svo vel að af­henda mér ein­stak­ling með gott hjarta sem er fær um að deila með mér lífi, gleði og sorgum. Og sem um­fram allt hefur getu og vilja til að koma vel fram við mig, börn mín og fjöl­skyldu.“

„Hljómar svo ein­falt þegar maður setur þetta svona fram, en í al­vöru þá þurfti ég eitt stykki „ego de­ath“ til að að skilja þetta. Sem sagt að skilja það, að það sé ekki þess virði að eltast við að­stæður sem valda mér ó­hamingju.“

„Í leit minni að hamingjunni þá var ég stað­ráðin að prófa „ego de­ath“. Þið sem vitið ekki hvað „ego de­ath“ er, þá er það lífs­reynsla sem eykur skilnings manns á því hvað er mikil­vægt í lífinu. Maður sér betur hvaða gildi, trú og við­mið maður vill halda í og hverju maður vill sleppa.“

Birna segir að spurningar vakna hvort maður vill halda í ein­hverjar tengingar í lífinu eða gerast gúru í slopp, sönglandi möntrur alla daga.

„Auð­veldara verður að skilja hvaða tengingar valda manni ó­hamingju og í kjöl­farið verður mun léttara að taka á­kvarðanir um að hætta að gefa ó­þarfa tengingum mikil­vægi. Talan á vigtinni hættir að skipta máli sem og hrukkurnar, og maður hættir að finna til sektar­kenndar þegar maður á­kveður að setja öðru fólki mörk. Alls konar rugl skýrist út fyrir manni og það er svo margt sem maður fer að pæla í hvernig má bæta.“

Hægt er að lesa pistill Birnu i heild sinni hér.