Birkir opnar sig um vistina í fangelsinu: „Ég óska engum þess að þurfa að sitja inni“

Birkir Kristins­son sem lék knatt­spyrnu á árum áður með Fram, ÍBV, ÍA og Stoke City opnar sig um í sam­tali við Fot­bolta.net hvernig það hafi verið að sitja í fangelsi. Birkir sem varði mark ís­lenska lands­liðsins um ára­bil var við­skipta­stjóri Glitnis fyrir hrun. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir efna

Birkir hafði verið við­skipta­stjóri einka­banka­þjónustu hjá Glitni á árunum fyrir hrun og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir efna­hags­brot í desember 2015. Birkir hafði verið á­kærður fyrir um­boðs­svik, markaðs­smis­notkun og bröt á lögum um árs­reikninga í tengslum við 3,8 milljarða lán­veitingu Glitnis til fé­lagsins BK-44 í nóvember 2007. Fé­lagið var í eigu Birkis.

Birgir segir í sam­tali við fot­bolta.net að hann hafi strax óskað eftir að hefja af­plánun.

„Þetta var í sjálfu sér ömur­leg tíma­setning. Ég held að allar tíma­setningar séu ömur­legar í þessu en erfitt rétt fyrir jól gagn­vart fjöl­skyldunni og þeim sem standa mér næst. Það var erfitt en ég var búinn að á­kveða að ef þetta færi á versta veg þá myndi ég hefja af­plánun strax því ég vildi ekki hafa þetta yfir hausa­mótunum á mér,“ segir Birkir sem hóf af­plánun í kringum 20. desember.

Birkir segir þetta hafa verið ein­kenni­lega tíma.

„Ég óska engum þess að þurfa að sitja inni. Ég bað ekki um það og langaði ekki til þess en þegar það var kominn dómur var ekkert annað en að fylgja þeim dómi og bíta í það súra epli og takast á við það.“

Söng­konan Ragn­hildur Gísla­dóttir, eigin­kona Birkir tjáði sig um þennan tíma á síðasta ári í þætti Loga Berg­manns. Þar sagði Ragn­hildur:

„Það var bara eins og ég hefði fengið dóm. Þegar fólk er svona tengt og er bara eitt eins og við erum þá tekur maður þetta bara í hjartað.“ Ragn­hildur gagn­rýndi einnig dóm­stóla hér á landi og hélt að málið yrði látið niður­falla í Hæsta­rétti. Ragn­hildur sagði:

„Maður verður bara svo hissa og maður bara trúir varla að hafa þurft að fara í gegnum þetta. Að hafa þurft að kyngja þessu frá þessari æðstu stofnun ríkisins.“