Binni Glee þakkar ketó góðan árangur

26. júlí 2020
21:42
Fréttir & pistlar

Brynjar Steinn, eða Binni Glee eins og hann er betur þekktur, þakkar mataræðinu ketó fyrir góðan árangur á vigtinni síðastliðin tvö ár. Hann hefur verið á matarræðinu í næstum tíu mánuði og er að eigin sögn „farinn úr 6XL yfir í XL“.

Á ketó-mataræði má ekki leggja sér hveiti til munns og tekur fólk þannig til dæmis allt pasta og brauð af matseðlinum. Þá má heldur ekki borða neinn sykur. Hins vegar má borða kjöt, fisk, rjóma, smjör og beikon svo eitthvað sé nefnt.

Á Facebook-hópnum Ketó Ísland deilir Binni myndum af sér með tveggja ára millibili. „Setti þessar myndir á samfélagsmiðilinn minn í gær en langaði að deila hérna líka,“ segir Binni.

„Fyrsta myndin er akkúrat fyrir tveimur árum og sú seinni frá síðustu helgi. Er búinn að vera á ketó í næstum 10 mánuði með tveimur pásum og er farinn úr 6XL yfir í XL,“ heldur hann áfram. „Ég veit að þetta eru myndir frá tveimur árum en ég leit svona út þegar ég byrjaði og var meira að segja þyngri... Finnst svo gaman að sjá muninn.“

Mynd/Skjáskot