Bíl Margrétar stolið - Er er fram­línu­vörður í heil­brigðis­kerfinu - „Endi­lega deilið“

Margrét Lára Jóns­dóttir er heimilis­læknir við Heilsu­gæsluna í Garða­bæ. Á meðan kóróna­far­aldurinn geisar gengur mikið á hjá Margréti líkt og öðru starfs­fólki. Á vef mann­lífs er greint frá því að bíl hennar hafi verið stolið síðustu nótt. Það er ljóst að ekki hafa allir þjófar hlýtt því að hafa hægt um sig en það vakti at­hygli á dögunum þegar lög­reglan á Suður­nesjum biðlaði til ó­dáma í undir­heimunum að fremja ekki fólsku­verk á meðan kóróna­veiran hefur herjað á heims­byggðina. Margrét segir í sam­tali við Mann­líf:

„Klukkan ellefu þegar ég ætlaði að fara á stjá þá var bíllinn ekki fyrir utan eld­hús­gluggann.“
Þá er haft eftir Margréti á vef mann­lífs: „Ó­heppi­legt þar sem ég er fram­línu­vörður í heil­brigðis­kerfinu“

Bíl­númerið er PS- L03 og var honum lagt fyrir utan Hæðar­garð 108 Reykja­vík. Barna­bíl­stóll og marg­lit sessa voru í aftur­sætinu. Margrét þarf á bílnum að halda til að komast í vinnu og leggja sitt að mörkum í bar­áttunni við CO­VID-19.

Margrét segir á Face­book:

„Endi­lega deilið, síma­númerið mitt er 822 0788 ef ein­hver hefur orðið hans vart eða hringja beint í lög­regluna á Höfuð­borgar­svæðinu 444-1000.“