Biggi Veira hjólar í Einar: „Þetta tal Einars er bara eitt­hvað blaður“

Tón­listar­maður Birgir Þórarinsson betur þekktur sem Biggi Veira, skrifar um Fram­sóknar­flokkinn í um­ræðu­hóp Sósíal­ista­flokks Ís­lands í dag.

„Nú, en stefna þeirra er meira eða minna stefna sam­fylkingarinnar og frá­farandi meiri­hluta? Það var nokkuð ljóst að kosninga­plott Fram­sóknar var um­pólun frá fyrri kosninga­bar­áttu. Í stað þess að finna eitt­hvað á móti meiri­hlutanum var lagt á­herslu á að styðja það sem meiri­hlutinn hefur gert vel en bjóða upp á nýjan borgar­stjóra í Einar,“ skrifar Biggi og deilir frétt Vísis um að Einar úti­lokar að undir­gangast stefnu Sam­fylkingarinnar í borginni.

„Ef ég ætlaði mér að gera það hefði ég bara farið í fram­boð fyrir Sam­fylkinguna, þannig að það kemur ekki til greina,“ sagði Einar í kvöld­fréttum á mánu­daginn.

„Þ.e. þetta tal Einars er bara eitt­hvað blaður, til að gera góð mál Sam­fylkingarinnar og annarra í frá­farandi meiri­hluta að sínum á komandi árum en skilja ruglið límt á frá­farandi Degi. Best væri ef Líf mundi segja sig úr VG og ganga til liðs við sósíal­ista og fá þannig inn mögu­leika á SPCJ með Sjönnu sem borgar­stjóra. Það mundi að­eins slökkva á þessu Fram­sóknar rugli,“ heldur Biggi á­fram.