Bestu tístin um skjálftahrinuna í dag

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi hefur ekki farið framhjá neinum, enda hafa fimm stórir skjálftar riðið yfir í dag, allir yfir fjórir að stærð og sá stærsti 4,7.

Almannavarnir segjast vel í stakk búin að takast á við verstu sviðsmyndirnar en möguleiki er á enn stærri skjálfta, allt að 6,5 að stærð. Húsin á Íslandi eru vel byggð og er ekki búist við að þau fari að hrynja. En mikilvægt er að byrgja brunninn og tryggja að stórir hlutir fari ekki að detta úr hillum.

Þá er magnað að fylgjast með íslenskum netverjum bregðast við skjálftunum í beinni. Sumir telja sig upplifa ákveðna sjóriðu og aðrir voru í baði þegar sá stærsti reið yfir.

Fleiri fréttir