Besta geymsluaðferðin fyrir egg

Allra best er að geyma egg á köldum stað, til dæmis í ísskáp og hafa sem lengst frá íshólfinu ef það er til staðar. Hæfilegt hitastig er um 3-10°C. Miklar hitasveiflur fyrir egg eru ekki góðar. Það segir okkur að ef við höfum á annað borð sett eggin í ísskáp þá eigum við ekki að færa þau síðan til geymslu á heitari stað. Þegar við ætlum að nota eggin er best að taka þau út hálfri klukkustund fyrir notkun.

Geyma skal eggin í eggjabakka eða þar til gerðum eggjahólk í ísskápnum með mjórri endann niður. Lofthol eggsins er í breiðari enda þess og þess vegna ber að snúa honum upp. Við geymslu slaknar á rauðu þráðunum. Sé eggið látið liggja á hlið slaknar fyrr á þráðunum, rauðan leitar þá aðeins út í hliðina og eggið skemmtist fyrr. Loftið vill einnig færast til í egginu og flýtir það fyrir skemmdum.

Egg sem á að geyma má ekki þvo. Þá þvæst himnan burt sem er utan um eggið. Bakteríur komast þá greiðlega inn í það og gæði eggsins minnka fljótt. Best er að þurrka af þeim með þurrum klút og dugar það vel.

Mikilvægt er að egg standi ekki í sólskini, til dæmis í glugga. Einnig er stranglega bannað að geyma egg hjá einhverju lyktar- eða bragðsterku, svo sem lauk eða sterkum osti. Egg sem búið er að brjóta er best að geyma í vel lokuðu íláti og það getur verið gott að strá yfir þau ögn af grófu salti.

M&H egg-white.jpeg

Egg er ein hollasta fæðutegund heims og það er mikilvægt að geyma þau rétt til að tryggja gæðin og næringargildi þeirra./Ljósmyndir aðsendar.