Berg­þóra: „Við erum harmi slegin yfir slysinu“

„Við starfs­menn Vega­gerðarinnar erum harmi slegin yfir slysinu og því að slíkar að­stæður hafi getað skapast við venju­bundið við­hald á vegum,“ segir Berg­þóra Þor­kels­dóttir, for­stjóri Vega­gerðarinnar, í yfir­lýsingu sem send var fjöl­miðlum nú rétt fyrir há­degi.

Til­efni yfir­lýsingarinnar er um­ræða um öryggi á vegum. Heið­rún Finns­dóttir, dóttir Finns Einars­sonar sem lést vél­hjóla­­slysi á­­samt konu sinni, Jóhönnu Sig­ríði Sigurðar­dóttur, á Kjalar­nesi í sumar, ræddi málið til dæmis í Kast­ljósi í gær og sagði hún að faðir hennar hefði haft miklar á­hyggjur af lé­­legu mal­biki á vegum landsins.

Sjá einnig: „Pabbi var mjög með­vitaður um þetta“

Í yfir­lýsingu Berg­þóru er meðal annars komið inn á hið hörmu­lega slys sem varð í júní síðast­liðnum.

„Á um­ræddum vegar­kafla var ný­lokið við­haldi á mal­biks­yfir­borði og beindust sjónir strax að frá­vikum í fram­kvæmd þessa verks. Rann­sóknir á við­námi á yfir­borði sýndu í fram­haldinu að miklu munaði að upp­fylltar væru kröfur í út­boðs­lýsingu til verksins. í rann­sóknum sem gerðar voru í kjöl­farið og enn eru í gangi kemur ber­lega í ljós að um­rætt mal­bik stóðst ekki út­boðskörfur Vega­gerðarinnar. Aug­ljóst sam­hengi er milli þeirra galla og þeirra að­stæðna sem sköpuðust á slysstað,“ segir í yfir­lýsingunni og því bætt við að starfs­menn Vega­gerðarinnar séu harmi slegnir vegna slyssins.

„Í fram­haldi af þessu hafa allir hlutar um­rædds verks verið fjar­lægðir utan einn sem sannar­lega stóðst kröfur til við­náms. Verkið sem um ræðir var fram­kvæmt af verk­taka með mikla reynslu. Sú reynsla kom því miður ekki í veg fyrir þær af­leiðingar sem við öll þekkjum,“ segir í yfir­lýsingunni.

Þá segir að Vega­gerðin vinni nú að um­fangs­mikilli endur­skoðun á öllum ferlum sem lúta að yfir­lögnum á vega­kerfinu. „Mark­mið þeirrar vinnu er að tryggja að slys sem þetta geti ekki komið fyrir aftur,“ segir Berg­þóra.