Berg­þ­ór: Sum­­­ir ráð­h­­err­­­ar rík­­­i­­­stjórn­­­ar­­­inn­­­ar æða um og dreif­­­a pen­­­ing­­­um eins og þyrl­­­a

Í að­drag­and­a Al­þing­is­kosn­ing­ann­a í haust hef­ur ver­ið rætt um þann að­stöð­u­mun sem er á fram­bjóð­end­um, eink­um mill­i þeirr­a sem þeg­ar sitj­a á þing­i og þeirr­a sem þang­að vilj­a kom­ast. Berg­þór Óla­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, skrif­ar um þenn­an að­stöð­u­mun í skoð­an­a­grein í Morg­un­blað­in­u í dag sem ber yf­ir­skrift­in­a „At­kvæð­a­kaup og þyrl­u­pen­ing­ar.“

Að hans mati er vand­a­mál­ið ekki mun­ur­inn á þing­mönn­um og þeim sem þar ekki sitj­a, held­ur frem­ur mun­ur­inn á ráð­herr­um og öðr­um fram­bjóð­end­um. Berg­þór rifj­ar upp að Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­set­i Al­þing­is hef­ur tal­að fyr­ir því að drag­a úr þess­um að­stöð­u­mun mill­i þing­mann­a og fólks utan þings en seg­ir hann lít­ið hafa gert varð­and­i ráð­herr­a og aðra fram­bjóð­end­ur, „á því var ekki tek­ið af hálf­u for­set­a Al­þing­is nema með veikl­u­leg­u yf­ir­klór­i,“ skrif­ar Berg­þór.

„Nú stytt­ist í lok­a­sprett­inn fyr­ir kosn­ing­ar, hina eig­in­leg­u kosn­ing­a­bar­átt­u, og við blas­ir að ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa að lík­ind­um aldr­ei geng­ið eins frjáls­leg­a um rík­is­sjóð og nú. Það jaðr­ar við að sum­ir þeirr­a líti til rík­is­sjóðs okk­ar allr­a sem síns eig­in kosn­ing­a­sjóðs,“ seg­ir hann og tek­ur Ás­mund Ein­ar Dað­a­son fé­lags­mál­a­ráð­herr­a og Sig­urð Inga Jóh­ann­es­son sam­göng­u­ráð­herr­a sem dæmi.

Þetta er orðið hallærislegt

„Fé­lags­mál­a­ráð­herr­a virð­ist til dæm­is ekki kom­ast fram úr rúm­in­u öðru vísi en að veit­a tugi millj­ón­a í verk­efn­i sem tal­in eru geta skil­að hon­um at­kvæð­um. Aðrir ráð­herr­ar slá ekki af. Nú er beð­ið eft­ir mynd­um af sam­göng­u­ráð­herr­a þar sem hann stendur með haka og járn­kall í veg­lín­u Sund­a­braut­ar. Skófl­an er orð­in svo marg­mynd­uð, vilj­a­yf­ir­lýs­ing­arn­ar svo marg­ar, hand­a­bönd­in við borg­ar­stjór­a svo mörg að þett­a er orð­ið hall­ær­is­legt,“ skrif­ar Berg­þór.

Hug­tak­ið þyrl­u­pen­ing­ar (e. hel­ic­opt­er mon­ey), þeg­ar pen­ing­um er dreift af rík­in­u um hag­kerf­ið líkt og þeim sé hent út úr þyrl­u án nokk­urs til­lits til hvar þörf­in sé mest eða skatt­greið­end­a sem borg­a brús­ann, er að mati Berg­þórs lýs­and­i fyr­ir fram­göng­u ráð­herr­a í að­drag­and­a kosn­ing­a.

„Við ís­lensk­ir skatt­greið­end­ur stönd­um þann­ig framm­i fyr­ir því nú að sum­ir ráð­herr­ar rík­i­stjórn­ar­inn­ar æða um og dreif­a pen­ing­um eins og þyrl­a – dreif­a þeim til at­kvæð­a­kaup­a, án þess að depl­a auga.“
Berg­þór bend­ir á dæmi frá Kan­ad­a, þar sem ráð­herr­um er ó­heim­ilt að koma fram í kraft­i em­bætt­is síns í kosn­ing­a­bar­átt­u. Það sé ekki skatt­greið­end­a að borg­a fyr­ir slík­a bar­átt­u.