Berg­sveinn: „Verið heima. Þá getum við hin kannski fengið að vera heima líka“

7. apríl 2020
09:33
Fréttir & pistlar

„Ég heiti Berg­sveinn og er einn af þeim fjöl­mörgu björgunar­sveitar­mönnum hringinn í kringum landið sem er reiðu­búinn að að­stoða ykkur hve­nær sem er. Það er ekki langt síðan ég var síðast úti í skafli í snar­vit­lausu veðri að að­stoða fólk sem hafði lent í vand­ræðum.“

Þetta segir Berg­sveinn, bóndi og björgunar­sveitar­maður sem biðlar til fólks að halda sig heima um páskana. Hann birti mynd­band á Face­book sem hefur vakið mikla at­hygli og dreifingu. Mynd­bandið er stutt en skila­boðin mikil­væg.

„Verið heima. Þá getum við hin kannski fengið að vera heima líka,“ segir Berg­sveinn á einum stað í mynd­bandinu. Við gefum Berg­sveini orðið en mynd­skeiðið sjálft má sjá neðst í þessari um­fjöllun.

„Björgunar­sveitar­fólk er flest allt eitt­hvað annað líka. Þetta er starfs­fólk úr heilsu­gæslu, þetta eru snjó­mokarar, þetta eru sjúkra­fluttninga­menn eða slökkvi­liðs­menn eða per­sónu sem þurfa að standa sína plikt í einka­lífinu líka, þetta eru for­eldrar. Þetta eru afar og ömmu.

Ég er til dæmis sauð­fjár­bóndi og það verða hérna í maí 1500 svangir munnar í fjár­húsunum mínum sem treysta á að ég geti staðið mína plikt.

Fyrir ykkur sem eruð ekki búin að á­kveða að vera heima um páskana vil ég bara segja eitt:

Hlýðið Víði. Gerið bara eins og hann segir. Verið heima. Þá getum við hin kannski fengið að vera heima líka.“