Berglind skoðar að leggja sig í þingsal til að sannreyna kenningu

Það vakti mikla athygli í vikunni þegar Tómas Tómasson, best þekktur sem Tommi á Búllunni, þingmaður Flokks fólksins, virtist sofna í þingsal. Margir tengdu við þetta enda Alþingi ekki alltaf hressasti staðurinn á landinu. Einhver gagnrýni kom um að þetta væri ekki við hæfi í ljósi launa og að það væri ekki tekið vel í þetta á flestum öðrum vinnustöðum, en flestir voru á því að þetta væri einfaldlega bráðfyndið og skiljanlegt í ljósi aðstæðna.

Lára nokkur setti fram kenningu á Twitter um að ef Tommi væri kona sem hefði sofnað í þingsal þá hefðu viðbrögðin orðið önnur:

„Gæti ég fengið eins og eina konu sem situr á þingi til að gera mér greiða? Þykjast sofna í vinnunni og sjá hversu krúttleg öllum finnst hún vera. Nei? Þið skiljið hvert ég er að fara með þetta. Tsk, tsk.“

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er greinilega að íhuga að sannreyna þessa kenningu:

Björn nokkur sagði þá að Berglind væri of ung og hress, spurði hann hvað hún væri búin að selja marga hamborgara.

Sagði þá Lára: „Sko! Ekki einu sinni búin að loka augunum og strax farið að setja út á þig.“