Bene­dikt Bóas lætur ungt fólk á Ís­landi heyra það: „Kyn­slóðin sem nennir ekki“

Bene­dikt Bóas Hin­riks­son, blaða­maður á Frétta­blaðinu, hefur fengið sig full­saddan á enda­lausi tali um það sé ó­mögu­legt að kaupa íbúð á Ís­landi. Þing­menn og aðrir hafa málað upp frekar svarta mynd sem verður að teljast letjandi þó á­standið vissu­lega mætti vera betra.

„Það er eins og himinn og jörð séu að farast af því unga fólkið getur ekki keypt sér íbúð. Eins og það sé ein­hver ný saga að það sé erfitt að kaupa sér íbúð. Það er ekkert mál að kaupa sér íbúð. Það þarf bara að hafa fyrir því.,“ skrifar Bene­dikt Bóas íFréttablaðinu í gær.

„Kyn­slóðin í dag er ekki til­búin í að fórna 200 þúsund króna símanum, 100 þúsund króna hettu­peysunni, 80 þúsund króna Michael Jordan skónum sínum og öllu hinu til að fá læk á sam­fé­lags­miðlum. Þau vilja bara að mamma og pabbi eða afi og amma gefi þeim fyrir fram greiddan arf til að komast út á fast­eigna­markaðinn. Eins og það sé rétta leiðin?“ spyr Bene­dikt.

Hann segir að auð­vitað sé það galið hvernig fast­eigna­markaðurinn er og virkar.

„Fyrir utan að þurfa að spara sér fyrir í­búðinni þá þarf að eiga fyrir fast­eigna­salanum og hinum ömur­legu um­sýslu­gjöldum. And­skotann á það að þýða að það þurfi að borga banka fleiri hundruð þúsund fyrir að sýsla með peningana sem hefðu geta farið í sófa­sett eða jafn­vel sjón­varp,“ skrifar Bene­dikt.

„Það er blóð­peningur að þurfa að greiða um­sýslu­gjald. Það eru gjöld sem ættu að hverfa enda er þetta ein­föld að­gerð en kostar nánast augun úr. Ef það ætti að berjast fyrir ein­hverju þá er það að leggja þau niður,“ skrifar Bene­dikt.