Baldur flúði svartsýnistalið á Íslandi: Ákvörðun sem breytti lífi hans

Ljóst er að kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á líf fólks og ekki laust við að margir séu orðnir þreyttir á ástandinu. Umhverfisferðamálafræðingurinn Baldur Þorvaldsson skrifaði hvetjandi pistil á Facebook-síðu sína í vikunni þar sem hann líkti ástandinu að einhverju leyti við árin eftir hrun. Þá tók Baldur ákvörðun sem breytti lífi hans.

Hann skráði sig í meistaranám í umhverfisferðamálafræði við Napier-háskóla í Edinborg þrátt fyrir að hafa haft litla hugmynd um hvað lífið snýst. „Fyrir mér var meira atriði að komast í burtu frá Íslandi, en þarna var komið á þriðja ár frá hruni, og þó að hrunið hafi ekki haft mikil áhrif á mig persónulega þá var ég orðinn þungur af öllu svartsýnistalinu og vildi bara komast í burtu og helst aldrei snúa aftur til Íslands. Það var ekki í fyrsta skipti sem ég hafði flúið af hólmi. Ekki síðasta skipti heldur,“ skrifar Baldur.

Hann lauk náminu og náði sér í skoskan hreim en gráðan var bara upphafið af ævintýralegri rússíbanaferðin.

„Rússíbanareið á milli þess að leita að hvítabjörnum í hafísnum á 83°N og þess að heimsækja yfirgefna rannsóknastöð á 67°S. Á milli tók ég mér fyrir hendur ýmislegt eins og um 1000 ferðir í hvalaskoðun, 50 heimskautaleiðangra, og heimsótti um 50 lönd. Ekki hefði ég getað séð þetta fyrir í janúar 2011. Örlögin höfðu greinilega meira í hyggju en að gera þetta að enn einum flóttanum fyrir mér.“

Baldur segir að tilgangur sögunnar sé ekki til að gera neinn öfundsjúkan heldur til að hvetja lesendur á erfiðum tíma og blása þeim von í brjóst.

„Þessir farsóttartímar munu ekki endast að eilífu. Lífið MUN verða eðlilegt á ný. Og þá getum við aftur byrjað að leika okkur. Og það leiðir mig að næsta punkti.

Ef allt þetta gat gerst hjá mér; ringluðum verkamannssyni hvers sjálfstraust og sjálfsmynd voru gjörsamlega í molum; þá gæti það gerst hjá þér líka.

Saga mín á að sýna hvernig dásamlegir hlutir geta gerst jafnvel án þess að stefnt sé að þeim. Svo að haltu áfram. Þú veist aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

Og ef svo dásamlegir hlutir geta gerst án markmiðs, pældu í hvað er hægt að afreka ef maður setur sér markmið og á sér drauma.

Vegurinn framundan verður þó ekkert sléttur og felldur. Þú munt valda bæði sjálfum þér og öðrum vonbrigðum. Þér mun mistakast og þú munt upplifa eftirsjá. Þú munt eignast vini og missa vini. Það er sársaukafullt. Ég tala af reynslu,“ skrifar Baldur.

ÍSLENSKA AÐ NEÐAN January 8 – Of Scotland and Positive Thinking On this date in 2011, 5 days short of my 30th...

Posted by Baldur Thorvaldsson on Föstudagur, 8. janúar 2021