Bæjarins Beztu hækka verðið á pylsum: „Þarftu að geta? Verð­hækkanirnar eru út af gríðar­­legum kostnaðar­hækkunum“

Bæjarins beztu hækkuðu verð á pylsum fyrir tæpri viku. Nú kostar ein pylsa með öllu 600 krónur. Þetta stað­­festi Guð­rún Björk Krist­­munds­dóttir, eig­andi og fram­­kvæmdar­­stjóri Bæjarins beztu, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Í nóvember 2020 hækkaði verðið á pylsu úr 470 krónum í 500 krónum, og í júlí í fyrra hækkaði verðið í 550 kr. Á einu og hálfu ári hefur verðið á einni pylsu með öllu því hækkað um 130 kr.

Að­­spurð af hverju verðið hafi hækkað svaraði hún hlæjandi. „Þarftu að geta? Verð­hækkanirnar eru náttúru­­lega bara út af gríðar­­legum kostnaðar­hækkunum á vörum undan­farið sem og launa­hækkunum. Heilt yfir eru öll að­­föng að hækka og hafa verið á upp­­­leið síðan fyrir ára­­mót. Við erum bara í sömu sporum og aðrir,“ sagði Guð­rún.

Bæjarins beztu er eitt elsta fyrir­­­tæki mið­­borgarinnar og hóf rekstur árið 1937. Nú selur fyrir­­­tækið pylsur á fjórum stöðum: Tryggva­­götu á móti Kola­portinu, Smára­lind, Skeifunni og hjá verslun Byko í Breiddinni.