Auglýsingastjóri Moggans stýrði fegurðarsamkeppnum

Baldvin Jónsson er mörgum Íslendingum kunnugur en hann var á árum áður auglýsingastjóri Morgunblaðsins á blómatíma þegar útgáfa þessa elsta dagblaðs landsins réði lögum og lofum í fréttaflutningi annars vegar og sem ráðandi aðili á auglýsingamarkaði hins vegar. Í skemmtilegu samtali við Sigurð K. Kolbeinsson þáttastjórnanda fer Baldvin yfir farin veg á Mogganum, segir frá starfi sínu við framkvæmd á Fegurðarsamkeppni Íslands og starfi því tengdu á erlendum mörkuðum auk þess að segja frá ævintýrinu „Food and Fun“ sem hann stofnaði ásamt Sigga Hall matreiðslumeistara. Baldvin greindist nýlega með Parkinson sjúkdóminn og hann talar einnig um þennan vágest í lífi sínu af miklu æðruleysi.

Hlaðvarpið Lífið er lag er hægt að nálgast á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan sem og flestum öðrum streymisveitum og einnig á heimasíðunni ferdaskrifstofaeldriborgara.is