Átti að sækja safa fyrir eiginkonuna – Kom heim með ís

20. september 2020
10:04
Fréttir & pistlar

Eiginmaður á höfuðborgarsvæðinu hugðist gera eiginkonu sinni greiða og sækja fyrir hana fyrsta skammtinn af fimm daga safakúr.

Samkvæmt MBL var safinn frá Matbúri Kaju á Akranesi en maðurinn átti að sækja safann í ísbúðina Skúbb á Laugaveginum. Fyrir utan að sækja safann átti hann að spyrja starfsfólkið út í safahreinsunina. Svo fór að hann fékk engin svör við spurningum sínum auk þess sem hann fékk afhenta íspöntun í stað safans.

Lauk málinu með því að hann var sendur til baka með ísinn og fékk safann í staðinn.