Áttaði sig á því í miðju flugi að hann væri smitaður af Covid-19

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar sagði í viðtali áK100 í gær að hann hafi áttað sig á því í miðju flugi heim frá London að hann væri smitaður af Covid-19.

„Ég var í rauninni orðin hundrað prósent viss þegar ég missti lyktar- og bragðskynið á leiðinni heim frá London. Það var það sem mér fannst óþægilegast; að vera inni í lokuðu rými með fullt af fólki og vita að ég væri með þetta. Er ég að fara að smita einhvern annan?“ sagði Friðrik í þættinum í gær.

Hann sagði að bæði bragð- og lyktarskyn hafi horfið samtímis. Hann hafi verið nýbúinn að fá sér súkkulaði sem hann fann bragð af en svo um hálftíma síðar fann hann ekkert.

Hann fór yfir það í þættinum að hann hafi ekki orðið mjög veikur af veirunni

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við hann hér á vef mbl.is

Fleiri fréttir