Atli sár út í Icelandair: „Hvernig er þetta boðlegt?“

Atli Már Steinarsson, útvarps- og fjölmiðlamaður hjá RÚV, er ekki sáttur með flugfélagið Icelandair. Á Twitter greinir hann frá því að flug sem hann átti að fara í klukkan átta í morgun hafi verið frestað til fjögur um eftirmiðdag.

„Icelandair að seinka fluginu okkar sem átti að vera kl 8 á fösmorgun til 16 um eftirmiðdag. Hvernig er þetta boðlegt?“

Atli segir að með þesuu fari allar áætlanir sínar í uppnám tólf tímum áður en hann fer út á völl.

„Dagur hirtur af okkur og öll plön í fokk 12 tímum áður en maður fer út á völl. Fokk hvað þetta er pirrandi.“

Hann bendir til að mynda á eitt vandamál sem myndast vegna seinkunnarinnar. En nú getur Atli ekki tekið lest eins og hann hafði áætlað og þarf að leigja bíl sem kostar sitt.

„Nú missum við af lestinni sem átti að koma okkur áfram og þurfum að leigja bíl á 40þ. því hún gengur ekki eftir að við komum út.“