Atli Fannar segir eitt frekar skrýtið við ráðningu nýs sótt­varna­læknis

Guð­rún Aspelund hef­ur ver­ið ráð­in sótt­varna­læknir við em­bætt­i land­­lækn­is frá og með 1. sept­em­ber 2022. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef land­læknis.

Þar kem­ur fram að Guð­rún starfar nú sem yf­ir­­lækn­ir á svið­i sótt­varn­a hjá em­bætt­in­u. Hún hef­ur em­bætt­is­­próf í lækn­is­­fræð­i frá Há­­skól­a Ís­lands og sér­­­fræð­i­­mennt­un í bæði al­­menn­um skurð­­lækn­ing­um og barn­a­­skurð­­lækn­ing­um en hún var lekt­or og barn­a­­skurð­­lækn­ir við Columbia-há­­skól­a á ár­un­um 2007 til 2017.

Starfið var aug­lýst 13. maí síðast­liðinn en Þór­ólf­ur Guðn­a­­son læt­ur af störf­um í byrj­un sept­em­ber 2022.

Aug­­lýs­ing­in var birt á Starf­a­­torg­i og í fjöl­­miðl­um og var um­­­sókn­ar­frest­ur til og með 13. júní. Ekki bár­ust fleir­i um­­­sókn­ir en frá Guð­rún­u.

Atli Fannar Bjarka­son, verk­efna­stjóri vef­út­gáfu og sam­fé­lags­miðla á Rúv, bendir á þetta í tísti og segir þetta skrýtið.