Ástríðan og persónuleg upplifun endurspeglar hönnunina

Íslensk hönnun hefur verið framúrskarandi og við Íslendingar getum státað okkur af mörgum hæfileikaríkum hönnuðum og frumkvöðlum sem hafa gert lífið litríkara eru sterkar fyrirmyndir öðrum til eftirbreytni. Falleg hönnun fegrar heimilin og er gulls ígildi. Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður hefur vakið verðskuldaðan athygli undanfarin ár fyrir hönnun sína sem er innblásin af hennar persónulegu upplifun og ástríðu fyrst og fremst. Anna Þórunn hannar hágæðavörur fyrir heimilið sem einkennast af ákveðinni fágun, glettni og eiga sér flestar sögu.

Innblásturinn kemur frá eigin upplifun

Hvaðan færðu innblástur af vörunum þínum?„Ég get fengið innblástur hvaðan sem er, en viðfangsefnið þarf að ná taki á mér vekja upp einhverja spennandi tilfinningu innra með mér. Ég myndi segja að innblásturinn komi frá eigin upplifun,minningum, tilfinningum og hverdagslegu lífi. Ég hef gríðalega ástríðu fyri starfi mínu og ég vona að hlutirnir mínir endurspegli það.“ Allir hlutirnir sem Anna Þórunn hefur hannað hafa spila ákveðið hlutverk í lífi hennar og eiga sér sögu. „Hlutirnir mínir eru mjög persónulegir og flestir hafa sögu að segja ef ekki sögu þá tilfinningu sem ég útfæri á minn hátt. Með árunum er ég farin að treysta því sem kemur til mín og hika ekki við að láta það frá mér svo heimurinn fái að njóta.“

M&H Stillness_grey_highres1.jpg

Stillness bakkaborðin mynda hringrás lífssins og eru fáanlega í nokkrum litum, hér má sjá það í ljósgráum lit. /Ljósmyndir aðsendar

Stillness myndar hringrás lífsins

Nýjasta hönnun Önnu Þórunnar eru Stillness bakkaborðið og Bliss glerskálin og hafa vakið mikla athygli fyrir stílhrein og falleg form, þar sem notagildið og fagurfræðin fer vel saman. „Stillness hannaði ég fyrst 2018 og frumsýndi það á HönnunarMars, það vakti mikla athygli sérstaklag á erlendum hönnunarsíðum. Stillness varð til á þeim tíma þar sem mér leið eins og hamstri í hjóli, ég teiknaði oft hringi á blað sem einhvern veginn hafði róandi áhrif á mig. Þannig varð Stillness til, hringur sem hefur upphaf og endi líkt og lífið sjálft „hringrás lífsins“. Bliss skálin varð til eftir að ég hannaði Bliss vasann en hugmyndin af Bliss vasanu kemur af spegli sem ég rakst á á flóamarkaði en slíkan spegil hafði ég átt í æsku eins konar „fortíðarþrá“ en kúluformið hefur lengi heillað mig. Ég held áfram að vinna með það í kertastjakanum Moment sem er væntanlegur í febrúar, mars.“

M&H hönnun Bliss_bowl_black_highres2.jpg


Bliss glerskálin er einstaklega falleg hönnun og hana er hægt að fá í nokkrum litum.

Hönnunarferlið þarf að hafa sinn gang

Aðspurð segir Anna Þórunn að stundum geti hönnunarferlið verði nokkuð langt. „Hönnunarferlið er mislangt en eftir að hugmynd hefur gerlast í huga mér í einhverjar vikur eða mánuði þá fyrst set ég hana niður á blað en hluturinn er oft orðinn ansi vel mótaður bara inni í höfðinu á mér. Ferlið þar sem ég byrja að skissa og gera módel finnst mér afar ánægjulegt, ef ég myndi ráða þá vildi ég helst geta lokað mig inni og hitt ekki neinn fyrr en að allt væri búið að smella saman. Yfirhöfuð tekur hönnunarferlið u.þ.b eitt ár en það getur líka verið aðeins styttra eða lengra, stundum gengur allt upp en stundum ekki. Mestur tími, eftir að hlutur er hannaður, fer í að finna rétta framleiðendur og hafa samskipti við þá, bið eftir prótótýpu sem standast þarf væntingar þínar því ef ekki þá byrjar nýtt ferli. Síðan má ekki gleyma að hverri vöru fylgir pakkning sem þarf að hanna og láta framleiða.“ Anna Þórunn segist vera afar þakklát fyrir hve margir eru að styðja við íslenska hönnun því við eigum svo marga góða hönnuði sem eru að gera frábæra hluti.

Hugmyndin sem vaknaði við ungana með galopinn gogginn

„Hugmyndin af Feed Me varð til við áhorf sjónvarpsfréttar þar sem hrafnspar hafði gert sér hreiður í 101 Reykjavík. Þessi mynd varð mér ógleymanleg þar sem ungarnir biðu með galopin gogginn svo fagurbleikan við kolsvartar fjaðrirnar að ég varð að vinna með þetta viðfangsefni.Úr varð goggurinn sem svo margir tengja við bernskuárin en þar bíða fjórir ungar eftir góðgæti í gogginn“

M&H High_res_Bliss2_ANNATH.jpg

Bliss glervasinn er fjölhæfur og hægt að leika sem með uppsetningar með blóm, strá og öðruvísi jurtir.

M&H Bliss_bowl_green_highres1.jpg

M&H Bliss_bowl_clear_highres2.jpg

Stílhrein og fáguð hönnun sem gleður augað.

M&H Stillness1_highres.jpg

M&H Anna_cowboy_blanket.jpg

Hér má sjá glæsilega hönnun Önnu Þórunnar, teppið sem yljar, kúrekateppið með skírskotun í villta vestrið.