Ást­hildur: CO­VID eins og happ­drættis­vinningur fyrir bankanna – Verða mis­tökin endur­tekin?

„Þetta er ekki heimska og senni­lega ekki ill­ska heldur, þó ég skilji ekki hvernig fólk sem fórnar heimilum sefur á næturnar. Nei þetta er hags­muna­gæsla í sinni verstu mynd – þetta eru svik við fólkið í landinu.“

Þetta segir Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir, for­maður Hags­muna­sam­taka heimilanna, í að­sendri grein á vef Vísis í dag. Þar gagn­rýnir hún stjórn­völd harð­lega fyrir að grípa ekki til viða­meiri ráð­stafana fyrir heimili landsins í kjöl­far kórónu­veirufar­aldursins.

Ást­hildur segir að ráða­menn þjóðarinnar séu ekki illa gefið fólk. Miðað við kynni hennar við suma af þeim sem stjórna landinu sé þar á ferðinni hið mætasta fólk.

„En hvað er það þá sem veldur því að í öllum þeim að­gerðum sem ríkis­stjórnin hefur þó ráðist í vegna Co­vid á undan­förnum mánuðum, hefur ekki neitt, EKKI EINN HLUTUR, verið gerður til að verja heimili landsins fyrir af­leiðingum tekju­taps og at­vinnu­leysis?“

Hún bendir á að sam­tökin hafi í­trekað sent á­skoranir til ríkis­stjórnarinnar um að endur­taka ekki skelfi­leg mis­tök banka­hrunsins sem urðu til þess að minnst 15 þúsund fjöl­skyldur misstu heimili sín.

„Við höfum því miður talað fyrir daufum eyrum. Ríkis­stjórn Ís­lands hefur greini­lega á­kveðið að láta heimilin reka að feigðar­ósi á meðan hún lítur í hina áttina og passar hina út­völdu.

Ást­hildur segir að allar að­gerðir ríkis­stjórnarinnar hafi miðað að því að hjálpa fyrir­tækjum og þar hafi sum verið frekari til fjárins en önnur.

„Jú, það kemur fjöl­skyldum og heimilum vel að hafa vinnu og að því leiti má teygja þessar að­gerðir og segja að þær séu fyrir heimilin. En hvað með fjöl­skyldurnar sem ekki fá vinnu? Hvað með fjöl­skyldur og heimili sem ráða ekki við skuld­bindingar sínar vegna á­stands sem þær eiga enga sök á?“

Ást­hildur bendir á að yfir 26.000 manns séu á at­vinnu­leysis­skrá og á Ís­landi þurfi tvær fyrir­vinnur ef vel á að vera og flestar fjöl­skyldur miða skuld­bindingar sínar við það.

„Það er var­legt að gera ráð fyrir að 1/3 þessara fjöl­skyldna lendi í ein­hvers­konar greiðslu­vanda sem jafn­vel leiði til heimilis­missis. Það eru nærri því 9000 heimili, sem ríkis­stjórnin hefur hrein­lega „gefið fingurinn“ og sagt að éta það sem úti frýs.“

Ást­hildur er þeirrar skoðunar að ríkis­stjórnin sé að fórna heimilum landsins fyrir fjár­mála­fyrir­tækin, þau sem aldrei fá nóg og allt vilja gleypa.

„Fórnin tókst vel og bankarnir hafa lifað eins og blóm í eggi alveg þar til „of-veiði“ á heimilum landsins fór að segja til sín og stjarn­fræði­legur hagnaður þeirra að minnka að­eins á síðustu tveimur árum. Co­vid er eins og happ­drættis­vinningur fyrir bankanna sem þegar hafa lagt net sín og bíða eftir að heimilin brotni á flúðunum. Og aftur er það í boði stjórn­valda!“