Áslaug Arna vill sex ára fangelsi fyrir að dreifa nektarmyndum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vill að refsiramminn fyrir því að dreifa nektarmyndum í leyfisleysi verði hækkaður úr tveimur árum í sex. Í grein sem hún skrifar í Morgunblaðið í dag segir hún að lögreglan muni í næstu viku mæta í grunnskóla til að fræða 8.bekkinga um um mik­il­vægi samþykk­is.

Áslaug setur spurningamerki við spurningu sem borin var upp fyrr í vikunni um dreifingu nektarmynda. „Af hverju senda stúlk­ur und­ir lögaldri svona mynd­ir af sér þrátt fyr­ir umræðuna í fjöl­miðlum?,“ var spurningin.

„Spurn­ing­in er al­geng en hún er til merk­is um úr­elt viðhorf til kyn­ferðis­brota og þá áherslu að breyta þurfi hegðun þoland­ans. Okk­ur hef­ur þó tek­ist að eyða þekkt­um mýt­um um að við þyrft­um að hylja okk­ur bet­ur, klæða okk­ur í síðari kjóla, vera ekki ein­ar, drekka minna eða bara ekki taka mynd með rakt hár til að bjóða ekki hætt­unni heim á að verða fyr­ir of­beldi. Slík­ur mál­flutn­ing­ur fær sem bet­ur fer minni hljóm­grunn en áður,“ segir Áslaug og vísar þar til Ragnars Önundarsonar sem gagnrýndi hana fyrir að birta mynd af sér með rakt hár.

Ætlar hún að fylgja eftir breytingum á barn­aníðsákvæði al­mennra hegn­ing­ar­laga sem ekki náði fram að ganga á síðasta þingi:

„Þar er um að ræða löngu tíma­bær­ar úr­bæt­ur sem fel­ast meðal ann­ars í veru­legri rýmk­un refsiramm­ans, breyttri hug­taka­notk­un og skýr­ari grein­ar­mun á mörk­um kyn­ferðis­legra sam­skipta og kyn­ferðis­brota. Með þeim breyt­ing­um eru tek­in mik­il­væg skref til að vernda börn bet­ur gegn sta­f­ræn­um birt­ing­ar­mynd­um kyn­ferðis­legs of­beld­is. Meðal ann­ars með því að hækka refsiramm­ann úr tveim­ur í sex ár eru send skýr skila­boð um al­var­leika þess­ara brota.“