„Áslaug Arna var óvart að dissa Sigríði Andersen“

„Ég var að fatta dálítið. Ég var að skoða skipun nýja landsréttardómarans (sem var áður landsréttar dómari en hætti til þess að geta fengið skipun upp á nýtt). Ég las yfir álit hæfninefndanna, fyrir nýju skipunina og fyrir upprunalegu 15 sem voru skipaðir.“

Þetta skrifar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata á Facebook. Þar veltir hann vöngum yfir því hvernig umsækjendum var raðað vegna skipunar í Landsrétt.

„Innrinröðun umsækjanda helst nokkurn vegin sú sama nú og í fyrstu skipuninni en samt ekki alveg. Það eru smá tilfærslur á röðun milli þeirra fjögurra umsækjenda í þá stöðu sem var verið að skipa í miðað við þegar skipað var í 15 stöður. Það er hægt að útskýra nær allar breytingarnar út frá því að sá sem var skipaður núna fékk stöðu í Landsrétt í fyrstu umferð (þó hann hafi verið neðar á lista). Hann er með meiri dómarareynslu núna, meiri reynslu í að skrifa dóma og svo framvegis,“ skrifar Björn Leví. Hann birti í dag grein í Morgunblaðinu um málið.

„Það sem er ekki í greininni og ég var að fatta eftir að ég sendi inn greinina, er að ef það er satt, að hæfnisnefndin skilaði bara uppfærðu áliti miðað við það sem hefur gerst fyrstu skipuninni. Þá þýðir það ákveðna viðurkenningu á gildi niðurstöðu hæfninefndarinnar í fyrstu skipuninni. Núverandi dómsmálaráðherra staðfesti semsagt gildi fyrstu niðurstöðunnar sem þáverandi dómsmálaráðherra hafnaði og breytti,“ skrifar Björn.

„Ég meina, ef hæfnismatið var gallað þá, þá ætti það að vera gallað núna. Dómsmálaráðherra hlýtur að skilja það miðað við fyrri stuðning sinn við fyrrum dómsmálaráðherra. Samt fer hún eftir niðurstöðu nefndarinnar. Það er þá annað hvort fordæming á ákvörðun fyrrum dómsmálaráðherra eða endurtekin mistök ef upphaflega álit hæfninefndarinnar var gallað.

Kaldhæðnislegt, er það ekki? Áslaug Arna var óvart að dissa Sigríði Andersen.“

Fleiri fréttir