Ás­laug Arna skýtur á Þór­ólf: „Erum komin á hættu­lega braut“

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra gagn­rýndi Þór­ólf Guðna­son sótt­varnar­lækni harka­lega í við­tali á Bylgjunni í gær. Til­efnið voru um­mæli Þór­ólfs í við­tali við Frétta­blaðið í gær.

Þar sagði Þór­ólfur að hann vilji ekki slaka of mikið á þeim tak­mörkunum sem í gildi eru sökum in­flúensu og RS vírusins. „Það var engin inflúensa í fyrra­vetur og ef hún kemur núna verður það af meira afli en venju­lega. Það að hún komi reglu­lega eykur ó­næmi í sam­fé­laginu en fyrst hún kom ekki í fyrra.“

Nú eru hins vegar 75 prósent þjóðarinnar full­bólu­sett við Co­vid-19 og finnst því mörgum ærið til­efni til þess að létta á tak­mörkununum. Sér í lagi í ljósi þess hve fáir eru inni­liggjandi á sjúkra­húsum vegna Co­vid og veikindi virðast vægari.

Ás­laug Arna er ein af þeim. Hún segir að við séum komin á „hættu­lega braut með slíkum rök­stuðningi“ líkt og Þór­ólfur nefndi í við­talinu. Bætir hún við að það sé aldrei rétt­lætan­legt að grípa til svona í­þyngjandi tak­markana.

„Þó okkur finnist þær ekki tak­markandi miðað við hvað við höfum upp­lifað, þá er það samt þannig að þær hefta at­vinnu­frelsi fólks og skóla­göngu og hefur ýmis á­hrif inn í sam­fé­lagið. Það er ekki hægt að rök­styðja slíkar tak­markanir með hefð­bundinni flensu og á­hrifum hennar. Við höfum upp­lifað það á hverju einasta ári og við getum ekki gripið til þannig raka til þess að styðja í­þyngjandi tak­markanir,“ segir Ás­laug í við­talinu á Bylgjunni.

Í færslu á Twitter frá því í gær tekur Ás­laug afar stutt­lega saman þau skila­boð sem hún vildi koma til skila varðandi sótt­varnar­mál. Þar sagði hún: „Það er ekki í lagi að rök­styðja tak­markanir á frelsi fólks með in­flúensu og RS virus. Af­léttum öllu.“ Ein­föld skila­boð frá dóms­mála­ráð­herranum.