Ás­laug Arna lætur meirihlutann í borginni heyra það: „Al­var­legt mál og hefur bein á­hrif á lífs­gæði fólks“

„Það fer ekki fram­hjá neinum að for­eldrar ungra barna í Reykja­vík eru í vanda staddir þar sem þeir fá ekki leik­skóla­pláss fyrir börnin sín, með til­heyrandi vinnu- og tekju­tapi. Þetta er al­var­legt mál og hefur bein á­hrif á lífs­gæði fólks í borginni. Borg sem getur ekki þjónu­stað ungt barna­fólk býður ekki upp á bjartar fram­tíðar­horfur og það er eðli­legt að fólk láti í sér heyra,“ skrifar Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra í pistli í Morgun­blaðinu í dag.

„Það hefur þó aldrei verið skortur á lof­orðum. Árið 2014 kom lof­orð um að brúa bilið milli fæðingar­or­lofs og leik­skóla með fjöl­breyttum að­ferðum. Árið 2018 var lof­orðið það að hægt yrði að bjóða 12 til 18 mánaða börnum pláss, á­samt því að fram kom að staðan væri við það að leysast. Fyrir kosningarnar í ár var síðan sagt að meiri­hlutinn væri að ljúka við að brúa bilið milli fæðingar­or­lofs og leik­skóla og full­yrt að hægt yrði að bjóða öllum 12 mánaða börnum leik­skóla­vist í haust. Hin raun­veru­lega staða er þó allt önnur. Núna hefur borgar­búum með börn hefur verið sagt að bíða í viku eftir svari.“

Ás­laug segir verst að vikurnar eru nú þegar orðnar fjögur hundruð tuttugu og átta.

„Van­máttur Reykja­víkur­borgar í leik­skóla­málum er bara ein birtingar­mynd for­ystu­leysis þeirra sem stýra borginni. Þjónustu borgarinnar hefur hrakað um ára­bil sam­hliða versnandi fjár­hag hennar og nú er að koma betur í ljós hversu van­máttug borgin er til að sinna þjónustu sinni við borgar­búa. Það skýrist að miklu leyti af því að það virðist ekki vera mark­mið vinstri meiri­hlutans að þjónusta borgar­búa, heldur vill hann að borgar­búar þjóni honum.“

„Þegar borgar­búar benda á um­ferðar­þunga er þeim sagt að þeir eigi ekki að vera að keyra. Þegar bent er á að götur séu ekki sópaðar fer af stað aug­lýsinga­her­ferð gegn nagla­dekkjum og þegar bent er á að ruslið sé ekki sótt er fólk minnt á að flokka ruslið. Þegar rætt er um of hátt í­búða­verð og skort á lóðum, er endur­unnum glærum með gömlum á­ætlunum um í­búðir sem átti að byggja ein­hvern tímann varpað upp á vegg.“

„Þegar mygla kemur upp í skóla er reynt að láta eins og vandinn sé ekki til staðar og for­eldrar sakaðir um móður­sýki. Þetta eru bara nokkur dæmi um það hvernig vinstri meiri­hlutinn í borginni er með hugann við eitt­hvað allt annað en að mæta grunn­þörfum borgar­búa. Í­búar í Reykja­vík þurfa kjörna full­trúa sem huga að því að ein­falda líf þeirra og veita þá þjónustu sem þeir greiða fyrir með út­svari sínu. Þau vanda­mál sem hér hafa verið rakin, þar með talið leik­skóla­vandinn, verða ekki löguð fyrr en hugar­far og nálgun meiri­hlutans í borginni gagn­vart borgar­búum breytist. Svo er spurning hvort það breytist. Fram­sóknar­flokkurinn í Reykja­vík spurði í að­draganda kosninga hvort ekki væri kominn tími á breytingar? Kjós­endur svöruðu því játandi og felldu meiri­hlutann. Eina breytingin sem Reyk­víkingar fengu er að nú eru fleiri hausar til að af­saka for­ystu­leysið sem á­fram ein­kennir borgina,“ skrifar Ás­laug að lokum.