Ási náði sér í Covid í Búdapest og fær sér súrmat

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist hafa náð sér í Covid-19 þegar hann var staddur í Búdapest að fylgjast með landsliðinu í handbolta. Hann er í einangrun í Borgarnesi og segir frá í pósti á Facebook.

,,Náði mér því miður í covid-19 líkt og hálft íslenska liðið og hef verið í einangrun í Borgarnesi. Varð frekar slappur með hósta, kvef, hita og höfuðverk en er allur að koma til," segir Ásmundur

Ásmundur segist þó ekki kannast við bragð- eða lyktarleysi og borðar súrmat af mikilli lyst.