Ás­gerður Jóna: „Þörfin mun bara vaxa á næstu misserum“

Fjöl­skyldu­hjálp Ís­lands í Iðu­felli í Breið­holti af­greiddi matar­að­stoð til 1.990 heimila frá 15. mars síðast­liðnum til 1. júlí. Þetta kemur fram í til­kynningu sem Ás­gerður Jóna Flosa­dóttir, for­maður Fjöl­skyldu­hjálparinnar, sendi fjöl­miðlum.

Fjöldi ein­stak­linga sem nutu matar­að­stoðar voru 3446 talsins. Þá af­greiddi starfs­stöð Fjöl­skyldu­hjálparinnar í Reykja­nes­bæ matar­að­stoð til 888 heimila frá 15. apríl til 1. Júlí. Í júní­mánuði af­greiddu sjálf­boða­liðar á Reykja­nesi að meðal­tali alla vikra daga matar­að­stoð til 30 heimila.

Fjöldi ein­stak­linga sem nutu að­stoðarinnar í heildina eru um og yfir 5000 þúsund. Ein­staklingar í Reykja­nes­bæ sem nutu matar­að­stoðar voru 1554 talsins.

„Við þurfum að hjálpa mun meiri fjölda og þörfin mun bara vaxa á næstu misserum,“ segir Ás­gerður Jóna í til­kynningunni.