Ás­gerður Jóna: Sorg­lega mikil eftir­spurn eftir matar­gjöfum á Íslandi

15. september 2020
20:00
Fréttir & pistlar

Ás­gerður Jóna Flosa­dóttir, for­maður Fjöl­skyldu­hjálpar Ís­lands, segir að þörfin fyrir matar­gjafir um þessar mundir sé sorg­lega mikil. Á sjötta hundrað fjöl­skyldna og ein­stak­linga hafa sótt um matar­gjafir þessa vikuna þegar staðan var tekin í gær, þann 14. septem­ber.

Að sögn Ás­gerðar eru 1.450 ein­staklingar og börn að baki þessum um­sóknum, en opnað var fyrir skráningu fyrir matar­gjafir á fimmtu­daginn í síðustu viku fyrir stór Reykja­víkur­svæðið: Reykja­vík, Kópa­vog, Hafnar­fjörð, Garða­bæ, Álfta­nes, Mos­fells­bæ og Sel­tjarnar­nesi.

Nú sækja ein­staklingar um á netinu, fjol­skyldu­hjalp.is og fá síðan smá­skila­boð hvað dag og klukkan hvað við­komandi getur sótt sína matar­gjöf.

„Við munum vera alla þessa viku og byrjun þeirrar næstu að af­greiða allar beiðnirnar vegna Co­vid-19,“ segir Ás­gerður í til­kynningu sem send var fjöl­miðlum.

Fjöl­skyldu­hjálpin hefur haft í nógu að snúast að undan­förnu. Þannig voru af­hentar matar­gjafir til 1.990 heimila frá 15. mars síðast­liðnum til 1. júlí. Fjöldinn að baki þessum um­sóknum voru 3.446 ein­staklingar.

Fjöl­skyldu­hjálp Ís­lands á Reykja­nes­bæ af­greiddi matar­gjafir til 888 heimila frá 15 apríl til 1. júlí 2020. Matar­gjafir í júlí og ágúst voru 700 talsins og ein­staklingarnir að baki þeim voru 1.918, þar af voru 412 börn.