Ás­geir ekki sáttur: „Þetta hefur greini­lega farið alveg úr böndunum“

21. október 2020
14:31
Fréttir & pistlar

Ás­geir Þór Ás­geirs­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, segist hafa gefið fyrir­mæli til allra lög­reglu­manna við em­bættið að þeir fjar­lægi allar auka­merkingar af vestum sem þeir bera við störf sín.

Mikil reiði er á sam­fé­lags­miðlum vegna myndar sem birtist af lög­reglu­konu sem ber meðal annars merki sem ný­nasistar hafa tekið upp. Á myndinni sem um ræðir má sjá lög­reglu­konu með svo­kallaða thin blue line-út­gáfu af ís­lenska fánanum og grænum Vín­lands­fána sem er meðal annars tengdur hægri öfga­hyggju.

„Þetta hefur greini­lega farið al­ger­lega úr böndunum miðað við þær myndir sem við höfum fengið sendar í morgun, og þarna komin merki sem eru allt frá því að vera mjög um­deild og út í að vera hrein­lega ó­smekk­leg,“ segir Ás­geir Þór í sam­tali við vef Frétta­blaðsins.

Lög­reglan hefur svarað fyrir málið á Twitter þar sem meðal annars kemur fram að lög­reglan styðji ekki hatur­s­orð­ræðu eða merki sem ýta undir slíkt. „Lög­reglu­menn eiga ekki að bera nein merki sem ekki eru viður­kennd á lög­reglu­búningi og hefur það þegar verið í­trekað við allt okkar starfs­fólk og verður því fylgt eftir.“