Ás­dís Rán kemur Margréti Frið­riks til varnar: „Þær hafa pott­þétt vitað hver Margrét er“

Eins og Frétta­blaðiðgreindi frá fyrir helgi var Margréti Frið­riks­dóttur, rit­stjóra Frettin.is, vísað úr flug­vél Icelandair er hún var að leið til Þýska­lands.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins var Margreti vísað úr vélinni fyrir að neita að setja á sig grímu en grímu­skylda er enn við líði í öllum flugum til Þýska­lands. Margrét segist sjálf hafa sett á sig grímu og segir að starfs­fólk Icelandair hafi verið ó­kur­teist við sig en henni var fylgt úr vélinni í lög­reglu­fylgd.

Stjörnu­fyrir­sætan Ás­dís Rán hefur komið Margréti til varnar og sakar flug­freyjur Icelandair um að hafa viljandi hent Margréti úr vélinni.

„Að­eins of langt gengið af flug­­þjónum að vísa far­þega út i staðinn fyrir að redda öðru plássi fyrir tösku og sjattla málin, þær eiga að vera þjálfaðar i þvi. Konan setti upp grímuna og vantaði bara pláss fyrir töskuna sem hún var búin að borga fyrir og inni­heldur ran­dýran búnað. Lítið mál að redda þessu a við­eig­andi kurteisan hátt án þess að kynda undir að­­stæðum. Þær hafa pott­þétt vitað hver Margrét er og örugg­­lega verið með stæla útaf því,“ skrifar Ás­dís á Face­book í at­huga­semd undir frétt Frétta­blaðsins.