Ásdís opnar sig um horfnu vinkonuna: „Það fylg­ir þessu mik­il sorg“

Í gærkvöldi greindi Vísir frá því að Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, væri komin á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, yfir eftirsóttustu glæpamenn heims. Ástæðan er rafmynt sem hún bjó til sem heitir OneCo­in, og svikum sem tengjast henni

Umrædd Ruja Ignatova er mjög góð vinkona Athafnakonunnar og fyrirsætunnar Ásdísar Ránar, og býr meðal annars í íbúð hennar í Búlgaríu. Ekki hefur sést til Ignatova frá árinu 2017.

Í viðtali við Smartland tjáði Ásdís sig um málið, en hún var meðal annars spurð út í hvernig manneskja Ruja Ignatova væri.

„Hún er ót­úr­lega klár. Ég hef sjald­an kynnst eins klárri mann­eskju á minni ævi. En hún er líka bara venju­leg stelpa og gerðum skemmti­lega hluti sam­an, feng­um okk­ur hvít­vín og fór­um út að borða. Henn­ar plan var alltaf að búa til raf­mynt sem myndi skara fram úr bitco­in. Planið var ekki að búa til neina svikamillu,“

Þá var Ásdís spurð út í örlög vinkonu sinnar og sagði: „Ég var með þá skoðun að hún væri í fel­um en í dag þá held ég að hún sé ekki á lífi. Ein­hvern veg­inn finnst mér eins og hún sé ekki á lífi,“

Að lokum tjáði Ásdís sig um hvernig áhrif þetta hefði á sig tilfinningaleg og hvernig sorgarferlið hefði verið.

„Þetta er svo­lítið erfitt því til­finn­ing­arn­ar kast­ast fram og til baka. Ég veit ekki hvort ég á að syrgja eða ekki. Er hún á lífi eða ekki. Sorg­ar­ferlið er skrýtið. Það byrj­ar ekki. Kannski er hún á lífi og kannski ekki. Stund­um veit ég ekki hvernig mér á að líða. Kannski er hún bara með kokteil í hönd á Hawaii. Þetta hef­ur verið mjög erfitt fyr­ir mig og líka fyr­ir dótt­ur mína sem þekkti hana vel. Það fylg­ir þessu mik­il sorg,“