Jón G Hringbrautjgh skrifar

Árni stefánsson, forstjóri húsasmiðjunnar, hjá jóni g.: um 2 milljónir manna skiptu við húsasmiðjuna á síðasta ári

19. febrúar 2020
17:02
Fréttir & pistlar

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, er gestur hjá Jóni G. í kvöld. Fram kemur að eitthvað er að hægja á nýframkvæmdum á byggingamarkaði en engu að síður eru um 6 þúsund nýjar íbúðir í byggingu. Húsasmiðjan velti um 19 milljörðum króna á síðasta ári og skiptu um 2 milljónir manna við fyrirtækið. Langstærsti hluti veltunnar er þrátt fyrir þennan fjölda er langstærsti hluti veltunnar af viðskiptum við fyrirtæki. Það vekur athygli að Húsasmiðjan er með 4 verslanir í Reykjavík en 12 úti á landsbyggðinni.

 Öflugt viðtal í Viðskiptum með Jóni G. kl. 20:30 í kvöld.