Arnar Þór segir smáríki „peð á hinu fjölþjóðlega taflborði ESB“

„Smá­rík­i eru peð á hinu fjöl­þjóð­leg­a tafl­borð­i ESB. Í stað þess að full­vald­a ríki setj­i sín eig­in lög að und­an­geng­inn­i gagn­rýn­inn­i um­ræð­u á lög­gjaf­ar­þing­i við­kom­and­i þjóð­ar er í Brussel lát­laust unn­ið að styrk­ing­u yf­ir­þjóð­legs valds. Í stað lýð­ræð­is­legs rétt­ar­rík­is reið­ir hið yf­ir­þjóð­leg­a vald sig á ó­lýð­ræð­is­leg­a lög­stjórn. Hinn rauð­i þráð­ur er and­stað­a við raun­ver­u­legt stað­bund­ið lýð­ræð­i, þar sem borg­ar­arn­ir eiga kost á að tempr­a með­ferð rík­is­valds­ins.“

Þett­a skrif­ar Arnar Þór Jóns­son, hér­aðs­dóm­ar­i og fram­bjóð­and­i Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæm­i, í Frétt­a­blað­ið í dag í skoð­an­a­grein með yf­ir­skrift­inn­i „Höld­um vöku og sýn“.

Þar fjall­ar dóm­ar­inn um grein Þor­steins Páls­son­ar í Frétt­a­blað­in­u, „Hræðsl­u­á­róð­ur opn­ar ekki ný tæk­i­fær­i“ sem birt­ist 15. júlí og stuðn­ing fyrr­ver­and­i formanns Sjálf­stæð­is­flokks­ins við að­ild að Evróp­u­sam­band­in­u.

„Í nýrr­i grein Þor­steins 15. júlí er sami tónn sleg­inn strax í upp­haf­i þeg­ar hann seg­ir að oft sé „ár­ang­urs­rík­ar­a í pól­it­ík að hræð­a fólk frá stefn­u and­stæð­ing­ann­a en að fá það með rök­um til að að­hyll­ast eig­in mál­stað,“ skrif­ar Arnar.

Hugn­ast lítt að­ild að ESB

„Það er illa kom­ið fyr­ir fyrr­ver­and­i for­manni og var­a­for­mann­i Sjálf­stæð­is­flokks­ins þeg­ar þau hafa geng­ið í lið með þeim sem vilj­a graf­a und­an sjálf­stæð­i þjóð­ar­inn­ar með stað­laus­um stöf­um og hræðsl­u­á­róðr­i; með þeim sem vilj­a að Ís­lend­ing­ar gefi frá sér til út­land­a aft­ur stjórn eig­in mála sem þeir svo leng­i börð­ust fyr­ir að fá inn í land­ið,“ seg­ir hann enn frem­ur.

„Þeg­ar vald­haf­ar miss­a trú á getu þjóð­a til að mark­a eig­in braut fell­ur lýð­ræð­is- og frjáls­lynd­is­grím­an. Al­ræð­is­ógn­in verð­ur þá raun­ver­u­leg. Leið­in til á­nauð­ar hef­ur fyr­ir löng­u ver­ið kort­lögð.“