Arnar rýfur þögnina: „Þetta er fráleit tilraun“

Arnar Grant hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna nýlegra frétta um að hann og Vítalía Lazaerva hafi verið kærð fyrir tilraun til fjárkúgunnar í garð Ara Edwald, Hreggviðs Jónssonar og Þórðar Más Jóhannessonar.

Fréttablaðið greindi frá því í gær.

Í dag vísar Arnar umræddum ásökunum á bug og vill meina að um sé að ræða fráleita tilraun til að afvegaleiða umræðuna.

„Að gefnu tilefni:

Ég vísa á bug aðdróttunum þar sem reynt er að bendla mig við fjárkúgun í tengslum við kynferðisafbrotamál. Þetta er fráleit tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr trúverðugleika mínum sem lykilvitni í málinu,“

Líkt og alþjóð veit sakaði Vítalía þá Ara, Hreggvið og Þórð um kynferðisbrot í hlaðvarpsþættinum Eigin konur um síðustu áramót, og í kjölfarið var greint frá því að hún hefði kært þá. Í gær var þó greint var frá því að engin slík kæra væri á vef lögreglunnar.

Síðan hefur Arnar tekið frama að það sem Vítalía hafi sagt hafi ekki verið fjarri lagi, en hann ku vera mikilvægt vitni í málinu. Og vill meina að ásakanir um fjárkúgun snúist um að draga úr trúverðugleika hans.