,,Árið 1986 var árið sem ég dó“

Ég man lyktina, ég man umhverfið, ég man hljóðin, ég man birtuna. Þetta er alveg greypt í mér,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður um stærsta áfall sitt í æsku, þegar honum var nauðgað. Það var árið 1986 eða „árið sem ég dó“, segir Sævar.

Sævar og eiginmaður hans, Lárus Sigurður Lárusson, voru gestir Fréttavaktarinnar í gærkvöldi á Hringbraut.

Í dag kom út bók Sævars Barnið í garðinum þar sem Sævar Þór segir frá því hvernig hann upplifði hrottafengið ofbeldi æskuáranna og lifði það af. Hvernig hann með þjáningu og þrautseigju sneri martröð og sársauka upp í kærleika og bjartara líf.

Horfið á þetta tilfinningaþrungna og magnaða viðtal hér fyrir ofan.