Ára­tuga­leyndar­mál Egils Helga lak út í Silfrinu: „Usssssss“

Afar skondið at­vik átti sér stað í Silfrinu með Agli Helga­syni á RÚV í morgun er hann var að af­kynna gesti sína í liðnum vett­vangur dagsins.

Egill hóf þáttinn með um­ræðum þar sem mætt voru Björn Ingi Hrafns­son, Frið­jón R. Frið­jóns­son, Karen Kjartans­dóttir og Björn Þor­láks­son til þess helst að ræða yfir­vofandi borgar- og sveita­stjórnar­kosningar og sí­við­varandi co­vid á­standið.

Þegar Egill var að af­kynna gesti sína um mið­bik þáttarins vildi ekki betur til en svo að hann velti drykkjar­máli um koll þannig að úr lak gamalt leyndar­mál. „Jæja sullaði ég?“ sagði Egill sem hélt ró sinni og gerði um­svifa- og fum­laust játningu sem hann gaf til kynna, með létt­leikandi lát­bragði, að best væri að færi ekki hátt: „Það er kók í þessu glasi. Usssssss.“

Gestir þáttarins hlógu létt að at­vikinu. „Ára­tuga­leyndar­mál, ég drekk kók í Silfrinu,“ sagði Egill áður en hann vatt sér beint í aug­lýsingar.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.