Ara Frey líkt við Sól­veigu Önnu: „Hvað er að frétta?“

Ari Freyr Skúla­son, lands­liðs­maður í knatt­spyrnu, er ekki alls­kostar sáttur við þrífara vikunnar í Sunnu­dags­mogganum.

Þar er honum líkt við ekki þær Sig­ríði Björgu Tómas­dóttur, al­manna­tengil Kópa­vogs­bæjar, og Sól­veigu Önnu Jóns­dóttur, for­mann Eflingar.

Ari lýsir yfir ó­á­nægju sína með þetta, merkir morgun­blaðið á Twitter að­gangi sínum og segir ein­fald­lega: „Hvað er að frétta?“

Undir Twitter færslu þessa eld­snögga vinstri­bak­varðar, svarar Óðinn Svan Óðins­son, frétta­maður á RÚV. Þar setur hann fram sína eigin reynslu af þrí­förum vikunnar í Sunnu­dags­mogganum. Á sínum tíma hefur honum verið líkt saman við séra Svavar Al­freð Jóns­son, sóknarf­prest í Akur­eyrar­kirkju, og engan annan en Stein­grím J. Sig­fús­son, einn þaul­setnasta Al­þingis­mann Ís­lands­sögunnar.

Það er ekki frá­sögu­færandi nema fyrir þær sakir að Stein­grímur er hrópandi ó­líkur Óðni og Svavari. Þess má þó geta að Óðinn sagði frá skondinni sögu um daginn þar sem Stein­grímur ruglaði Óðni saman við séra Svavar. Óðinn var ekki par sáttur enda tölu­verður aldurs­munur á þeim fé­lögum.