Einar Bárðarson skrifar

Annað er ekki í boði

29. mars 2020
17:02
Fréttir & pistlar

Á meðan að þetta skelfi­legir tímar sem heims­byggðin er öll að takast á við. Þá er ekki hægt að horfa fram hjá því að, að í ára­raðir, hafa bænir og vonir fólks um allan heim verið á eina leið; Við verðum að hlusta á vísinda­fólkið okkar, hægja á neyslu, draga úr losun Kol­díoxíðs. Standa saman á jörðinni en ekki sundruð. Svör flestra ráða­manna hafa verið; Það er erfitt. Svo kemur móðir jörð með sýni kennslu í því hvernig það er hægt og á svip stundu er allt breytt.

Skelfi­legt að til þessa þurfi að koma, já ég dreg ekki úr því og við erum öll í sama báti og við erum öll í á­hættu. Allar þjóðir, allir litir, öll kyn og allur aldur þó svo að hinir eldri og heilsu­minni séu í meiri á­hættu. Þar sem ráða­fólk var seint að bregðast við og jafn­vel með hroka þar er vandinn einna mestur í dag.

En það er rétt eins og móðir jörð hafi "rekið okkur heim úr skólanum" þar sem við vorum hætt að taka eftir tíma. Sent okkur heim til að hugsa okkar gang og það sem skiptir okkur í raun máli. Bannað okkur að faðma og takast í hendur og draga úr og hætta hlutum sem okkur þykja nauð­syn­legir en eru það svo kannski ekki endi­lega.

Hugsum okkar gang. Verum heima. Það getur ekki slæmt að vera heima hjá þeim sem manni þykir vænst um.

Við komum út hinum megin, við komum út betra mann­kyn, við komum út betri fjöl­skyldur og við komum út sem betri ein­staklingar. Annað er ekki í boði.

Lifum í á­byrgð en ekki ótta.

Þetta var sunnu­dags­hug­vekjan mín í dag.