Anna veitti fyrstu hjálp og fékk kampa­vín að launum

Frétta­maðurinn geð­þekki Magnús Hlynur Hreiðars­son nýtur lífsins í sólar­sælunni á para­dísar­eyjunni Tenerife á­samt konu sinni, Önnu Margréti Magnús­dóttur, á meðan landsmenn glíma við hvassviðri og gular og appelsínugular veðurviðvaranir.

Í gær birti Magnús Hlynur ansi skemmti­lega mynd af Önnu Margréti þar sem hún brosir út að eyrum með kampa­víns­glas í hendi.

„Það var bankað á hurðina hjá okkur á hótelinu rétt í þessu og þar stóð starfs­maður með kampa­víns­flösku og þakkar­bréf til Önnu Margrétar, en hún stökk til þegar hótel­gestur fyrr í dag missti skyndi­lega með­vitund í al­mennings­rými hótelsins. Hringt var á sjúkra­bíl og veitti Anna fyrstu hjálp þar til sjúkra­bíllinn kom,“ skrifar Magnús Hlynur.

Þá fylgir ekki sögunni um af­drif hótel­gestsins, en ljóst er að Anna Margrét drýgði þarna sann­kallaða hetju­dáð. .

Fleiri fréttir