Anna Sig­rún undrast á hegðun Ís­lendinga á út­farar­degi Elísa­betar

„Nánast hvert manns­barn er vand­lega upp­lýst um frá­fall Elísa­betar II. og full­yrt er að annað hvert þeirra hafi fylgst með jarðar­för hennar í upp­hafi vikunnar. Maður getur verið stað­fastur lýð­veldis­sinni – eins og ég – en engu að síður borið virðingu fyrir mögnuðu ævi­starfi hennar, seiglu og stað­festu. Auð­vitað eru konung­dæmi fyrir lifandis löngu úr­elt fyrir­bæri eftir að eigin­leg völd færðust frá þeim og verða sí­fellt furðu­legri í sam­tímanum. En það breytir engu um það að sinn er siður í hverju landi og vel fer á því að virða það,“ skrifar Anna Sig­rún Baldurs­dóttir í bak­þönkum Frétta­blaðsins í gær.

„Ég var stödd í London um liðna helgi og þó að ekki færi á milli mála að elskaður þjóð­höfðingi hafði fallið frá er ekki hægt að segja annað en að al­menningur, verslunar­eig­endur og aðrir sýndu minningu hinnar látnu virðingu á lág­stemmdan og við­eig­andi máta. Á He­at­hrow-flug­velli var einnar mínútu þögn sem allir tóku þátt í og var það á­taka­laust og há­tíð­legt í ein­fald­leikanum.“

„Öðru virtist vera að heilsa hér á landi á út­farar­daginn. Ég átti leið um nokkra vinnu­staði og var nokkuð hissa á til­standinu. Fólk var vart vinnu­fært, stórum skjáum komið fyrir í vinnu­rýmum, breskar veitingar flóðu af borðum og margir klæddu sig upp á. Sjálfri fannst mér ekki til­efnið vera þess eðlis að fólk lyfti sér upp, enda jarðar­farir sjaldnast þess eðlis, en auð­vitað hafa allir sinn hátt á.“

„Eigin­maður minn, jafn­vel stað­fastari lýð­veldis­sinni en ég, furðaði sig nokkuð á at­hyglinni og um­stanginu og spurði: „Hvað hefur þessi fjöl­skylda eigin­lega gefið út fyrir sína heima­haga?“ Við þessu er auð­vitað aug­ljóst svar: Net­flix-serían „The Crown,“ skrifar Anna að lokum.