Anna Sig­rún: Þurfum við ekki að­eins að ræða Norð­menn? – Ná til sín ís­lenskum auð­lindum og arðinum af þeim

„Nú er það ekki ætlan mín að starta milli­ríkja­deilum en þurfum við ekki að­eins að ræða Norð­menn? Þessa al­mennt guð­hræddu, göngu­skíðandi, brúnosts­nestis­borðandi öðlinga. Frændur vora.“

Svona hefjast bak­þankar Önnu Sig­rúnar Baldurs­dóttur í Frétta­blaðinu í dag.

„Ís­lendingar eiga í haturs-ástar­sam­bandi við Dani og maðkaða mjölið verður seint fyrir­gefið. En ein­hverra hluta vegna hefur norskur lukku­riddara­her náð að fljóta undir radarinn í gegnum aldirnar og náð til sín miklum auð­lindum á Ís­landi og arðinum af þeim, auð­vitað al­mennt sem au­fúsu­gestir Ís­lendinga sem molana þeirra hirða.“

Anna Sig­rún segir að allt hafi þetta byrjað með Geir­mundi Heljar­skinni sem mætti á Vest­firði og hreinsaði upp rostunga­stofninn og hirti á­góðann. Sparaði sér skattinn eins og aðrir land­náms­menn.

„Næst spurðist til Norð­manna um miðja 19. öld þar sem þeir hófu stór­felldar síld­veiðar við Ís­land, svo hvarf síldin og Norð­menn fóru heim með gróðann. Og hval­veiðarnar, maður minn! Eitt­hvert píp heyrðist um að hagur lands­manna væri fyrir borð borinn því skattar og tollar væru of lágir, en frændur vorir ypptu öxlum, kláruðu hvalinn og hirtu monnípeninginn.“

Anna Sig­rún segir að enn séu þeir mættir, norsku lukku­riddararnir.

„Nú er það eldis­lax og sjó­kvíar sem helst á að koma fyrir í hverjum firði og inn­lendir tals­menn predika um af­leidd störf, enda ekki mörg sjálf­bær eða eigin­leg störf í þessum iðnaði, frekar en öðrum um­svifum Norð­manna hér á landi í gegnum tíðina. Ís­land er bara Kvikk lun­sj.“

Anna Sig­rún veltir fyrir sér hvers vegna við unnum Norð­mönnum þess að hreinsa upp auð­lindir okkar og gera þeim skatta­forðun mögu­lega. Það sé henni hulin ráð­gáta.

„Og þó. Þetta eru jú frændur okkar og það er svo svaka­lega margt líkt með skyldum. Við erum sjálf Norð­menn. Spegill.“