Anna segir þetta ástæðuna fyrir því að ungt fólk brennur út fyrr: „Eldra fólkið fussar og sveiar en áður fyrr var þetta ekki svona“

Anna Cla­es­sen, kulnunar­mark­þjálfi, skrifar heldur betur á­huga­verða greina á Vísir.is í dag.

„30 prósent á aldrinum 18 til 24 ára á vinnu­markaðnum segjast út­brunnin einu sinni í viku eða oftar. Þarna er fólk að vinna, í skóla og í tóm­stundum eða í­þróttum. Svo makar og vinir. Partý líka. Með námi kemur líka heima­vinna. Hvernig lítur þeirra dag­skrá út?“spyr Anna.

„Eru 5 mín á milli tíma? Ná þau að segja hæ ef ein­hver stoppar þau. Hversu mikið af tímanum eyða þau svo líka á sam­fé­lags­miðlum og inter­netinu. Pældu í huganum. Fær það rými til að anda? Eldra fólkið fussar og sveiar. Áður fyrr var þetta ekki svona.Er ekki farið að of­nota orðið kulnun?“ spyr Anna enn fremur.

Hún deilir með gein sinni frétt Frétta­blaðsins þar sem kemur fram að alls 30 prósent Ís­lendinga sem eru á vinnu­markaði og á aldrinum 18 til 24 ára segjast finna fyrir því í hverri viku að þau séu út­brunnin. Þetta kemur fram í nýrri könnun fyrir­tækisins Prósents. Þar segir einnig að sex­tán prósentum Ís­lendinga á vinnu­markaði finnst í hverri viku þau vera út­brunnin.

„Góðir punktar .... EN,“ heldur Anna á­fram. Á þeirra tímum var ekki inter­ne. Á þeirra tímum voru ekki sam­fé­lags­miðlar (halló á­reiti). Á þeirra tímum voru símar aðal á­reitið. Á þeirra tímum var ekki svona margt í boði. Á þeirra tímum var ekki hægt að fá að­gengi að manni 24/7. Að vera í skóla er vinna. Að vera í vinnu er vinna. Að stunda í­þróttir og aðrar tóm­stundir er vinna. Að vera með maka og vini er vinna. Að vera með fjöl­skyldu er vinna. Þetta er allt á­reiti. Mis­munandi mikið og tekur mis­munandi á mann.

„Því er svo mikil­vægt að þekkja sjálfan sig og mörkin sín. Hversu mikið ertu að gera fyrir þig vs. fyrir aðra? Hvað af dag­skránni þinni gefur þér orku? Hvað af dag­skránni tekur frá þér orku

„Við þurfum að þekkja mörkin okkar. Það fyrsta er dag­skráin. Hættum að yfir­fylla hana. Það mun alltaf bætast í hana. Þú stjórnar dag­skránni. Þú býrð til líf þitt. Búðu til drauma­lífið,“ skrifar Anna og deilir stunda­skrá sem gæti nýst les­endum.