Anna segir gaman að æsa sig þegar þú ert í rétti: „Allar líkur á því að ég fari grátandi heim“

Anna Kristjáns­dóttir íbúi á Tenerife nýtur lífsins á meðan lands­menn hér heima þurfa að glíma við lægð og gular við­varanir.

„Í gær­morgun ætlaði ég mér að rölta út í skráningar­­stofuna til að fá mér vott­orð þess efnis að ég væri enn á lífi, en rétt í þann mund sem ég vaknaði minntist ég þess að Mer­ca­dona væri lokað sem og að ekki væri hægt að skipta um bíl­belti í Mjall­hvíti vegna frí­­dags,“ skrifar Anna en hún kallar iðu­lega bíl sín Mjall­hvíti.

„Ef ég fer á skráningar­­stofuna eru allar líkur á því að ég fari grátandi heim. Ég hætti við að fara, setti inn pistil dagsins og kastaði mér síðan í sófann og svaf til há­­degis. Verk­efni dagsins var hvort eð er lokið og ó­­þarfi að stressa sig frekar og það er enginn sem rekur á eftir mér til frekari vinnu,“ skrifar Anna.

„Pensions­myndig­heten í Sví­­þjóð hlýtur að geta beðið í einn dag í við­bót. Þau viður­­kenndu í reynd (þó ekki for­m­­lega) að þau lásu aldrei tölvu­­póstinn minn fyrir ári síðan hvar ég gef upp nú­verandi heimilis­­fang mitt um leið og ég sendi þeim lífs­vott­orðið úr því að þau bæði lokuðu á líf­eyris­­greiðslurnar til mín og til­­kynntu mér það með sendingu bréfs til Ís­lands, bréfs sem ekki barst mér. Alltaf gaman að æsa sig þegar ég veit að rétturinn er mín megin,“ skrifar Anna að lokum.