Anna kvartar undan kulda á Tenerife og lætur sig dreyma

Anna Kristjáns­dóttir, íbúi á Tenerife, hefur gaman að því að nudda fylgj­endum sínum á Face­book upp úr þeirri stað­reynd að hún er bú­sett á suð­rænum slóðum.

Nú þegar nokkrir dagar eru eftir af októ­ber­mánuði er farið að kólna, sér­stak­lega á norður­slóðum, þó hitinn lækki ekki ýkja mikið við mið­baug. En Anna segir að hún finni mun.

„Ég vaknaði klukkan 4 í nótt til að pissa og það var ís­kalt inni hjá mér, ekki nema 19°C hiti og ég þurfti að fara inn í skáp og sækja sængina mína sem hafði verið geymd þar síðan snemma í vor. Veit al­mættið ekki að við erum í Para­dís?“

Klukkunni var breytt á dögunum og það þýðir að nú er orðið dimmt klukku­tíma fyrr á kvöldin en áður.

„Það þýðir að það reynir á kulda­þol Ís­lendingsins á barnum á kvöldin nema að flís­peysan sé höfð með­ferðis. Það gekk samt bæri­lega á sunnu­dags­kvöldið, en það líður vart á löngu uns ég neyðist til að berja klaka af svala­hand­riðinu þegar hitinn fer niður fyrir 18°C á nóttunni. Við skulum samt vona að það verði smá­tími í slíkar að­gerðir enda októ­ber ekki liðinn. Og ég bý að auki nær jörðu en síðasta vetur. Ný­liðin nótt bendir ekki til að svo verði og ég neyðist brátt til að sofa í vað­máls­nátt­kjól með dún­sæng yfir mér,“ segir Anna sem endar færsluna á þessum orðum:

„Ég læt mig dreyma um að vera komin suður til Græn­höfða­eyja. Þær eru að minnsta kosti nær mið­baug og ætti því að vera hlýrra á þeim slóðum.“